Langá hækkaði um 30 sm í nótt Karl Lúðvíksson skrifar 28. júní 2019 09:42 Horft niður að Efri Hvítstaðahyl í Langá í morgun. Áin er komin í gullvatn. Mynd: Hilmar Jónsson Það hefur rignt all hressilega á vesturlandi síðustu daga og það er nákvæmlega það sem árnar þurftu á að halda og það er strax orðinn viðsnúningur í veiðinni. Veiðivísir ræddi við Hilmar Jónsson leiðsögumann við Langá á Mýrum sem sagði að það væri að lifna yfir hlutunum með auknu vatni og sem dæmi um það var fjórum löxum landað á kvöldvakt í gær í hækkandi vatni. Stóra myndin sem fylgir þessari frétt sýnir útsýnið frá veiðihúsi niður á Efri Hvítstaðahyl eins og hann leit út í morgun sem sýnir ánna í gullvatni og litla myndin sýnir ánna í gær. Hún hækkaði um 25-30 sm í nótt og það er nákvæmlega þetta sem veiðimenn hafa beðið eftir síðustu fjórar vikur. Allar árnar á vesturlandi hafa risið vel í vatni og við bíðum frekari fregna af göngum í árnar. Mest lesið Enn ein áin í útboð Veiði Góðar fréttir af sjóbirtingssvæðum Veiði Veiði að glæðast í Straumunum Veiði Mikið vatn í ánum á vesturlandi Veiði 78 laxar á land síðustu 6 daga í Stóru Laxá Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Haltu línunum vel við Veiði Síðasta rjúpnahelgin framundan Veiði Netaveiðin í Hvítá/Ölfusá: Lögboðinni nýtingaráætlun aldrei skilað Veiði Laxinn ER mættur í Ytri-Rangá Veiði
Það hefur rignt all hressilega á vesturlandi síðustu daga og það er nákvæmlega það sem árnar þurftu á að halda og það er strax orðinn viðsnúningur í veiðinni. Veiðivísir ræddi við Hilmar Jónsson leiðsögumann við Langá á Mýrum sem sagði að það væri að lifna yfir hlutunum með auknu vatni og sem dæmi um það var fjórum löxum landað á kvöldvakt í gær í hækkandi vatni. Stóra myndin sem fylgir þessari frétt sýnir útsýnið frá veiðihúsi niður á Efri Hvítstaðahyl eins og hann leit út í morgun sem sýnir ánna í gullvatni og litla myndin sýnir ánna í gær. Hún hækkaði um 25-30 sm í nótt og það er nákvæmlega þetta sem veiðimenn hafa beðið eftir síðustu fjórar vikur. Allar árnar á vesturlandi hafa risið vel í vatni og við bíðum frekari fregna af göngum í árnar.
Mest lesið Enn ein áin í útboð Veiði Góðar fréttir af sjóbirtingssvæðum Veiði Veiði að glæðast í Straumunum Veiði Mikið vatn í ánum á vesturlandi Veiði 78 laxar á land síðustu 6 daga í Stóru Laxá Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Haltu línunum vel við Veiði Síðasta rjúpnahelgin framundan Veiði Netaveiðin í Hvítá/Ölfusá: Lögboðinni nýtingaráætlun aldrei skilað Veiði Laxinn ER mættur í Ytri-Rangá Veiði