Bleikjan er taka við sér í Elliðavatni Karl Lúðvíksson skrifar 11. júní 2019 08:38 Sumir hafa mokveitt bleikju í Elliðavatni Mynd úr safni Það hefur verið rætt um það undanfarin ár að urriðinn virðist vera að taka yfir Elliðavatn en miðað við gang mála þennan mánuðinn virðist dæmið vera að snúast við. Bleikjan tekur oft mun betur en urriðinn á sólríkum morgnum og kvöldum og þá sér í lagi þegar vatnið hlýnar. Þá leitar hún á nokkra þekkta staði í vatninu þar sem kalt vatn úr Heiðmörk rennur í vatnið. Þar safanast hún oft saman í smá torfur og getur tekið fluguna mjög vel. Þeir sem þekkja þessar aðstæður vita nákvæmlega hvar á að staðsetja sig og klukkan hvað og þarna kemur löng reynsla við vatnið sér mjög vel. Flugurnar sem bleikjan tekur oft best á þessum tíma eru til dæmis Langskeggur, þurrflugur af ýmsum gerðum en ein sú allra besta til að nota núna í bleikju hvar sem er á láglendisvötnum er Taylor, bæði svartur og brúnn. Hún fæst í öllum veiðibúðum og á að sama skapi að vera til í öllum veiðiboxum. Mest lesið 60-80 laxar á dag úr Eystri Rangá Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Dagur 2 í Ytri-Rangá: Alls 16 á land Veiði Nýjasti þátturinn af Árbakkanum Veiði Minkurinn magnaður skaðvaldur Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Veiði Veiði hafin í Veiðivötnum Veiði Hreðavatn að koma vel inn Veiði
Það hefur verið rætt um það undanfarin ár að urriðinn virðist vera að taka yfir Elliðavatn en miðað við gang mála þennan mánuðinn virðist dæmið vera að snúast við. Bleikjan tekur oft mun betur en urriðinn á sólríkum morgnum og kvöldum og þá sér í lagi þegar vatnið hlýnar. Þá leitar hún á nokkra þekkta staði í vatninu þar sem kalt vatn úr Heiðmörk rennur í vatnið. Þar safanast hún oft saman í smá torfur og getur tekið fluguna mjög vel. Þeir sem þekkja þessar aðstæður vita nákvæmlega hvar á að staðsetja sig og klukkan hvað og þarna kemur löng reynsla við vatnið sér mjög vel. Flugurnar sem bleikjan tekur oft best á þessum tíma eru til dæmis Langskeggur, þurrflugur af ýmsum gerðum en ein sú allra besta til að nota núna í bleikju hvar sem er á láglendisvötnum er Taylor, bæði svartur og brúnn. Hún fæst í öllum veiðibúðum og á að sama skapi að vera til í öllum veiðiboxum.
Mest lesið 60-80 laxar á dag úr Eystri Rangá Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Dagur 2 í Ytri-Rangá: Alls 16 á land Veiði Nýjasti þátturinn af Árbakkanum Veiði Minkurinn magnaður skaðvaldur Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Veiði Veiði hafin í Veiðivötnum Veiði Hreðavatn að koma vel inn Veiði