Flott opnun í Skjálfandafljóti Karl Lúðvíksson skrifar 19. júní 2019 13:53 Sveinn með 90 sm laxinn við opnun Skjálfandafljóts Mynd: Iceland Outfitters Skjálfandafljót opnaði í gær fyrir veiði en þessi magnaða á hefur hingað til verið eitt best geymda leyndarmál laxveiðimanna norðan heiða. Áinn hefur allt til að bera til að kallast mögnuð áskorun á veiðimenn en veiðin í henni er líka góð. Þarna veiðist lax, bleikja, sjóbleikja og sjóbirtingur en flestir sem leggja leið sína þangað eru að elta stórlaxa sem þarna veiðast á hverju sumri. Þrátt fyrir oft furðulega litla ástundun er veiðin góð og meðalþyngdin þarna eins og menn þekkja úr norðlensku ánum. Við opnun komu alls 6 laxar á land og 2 misstir, mjög fín byrjun á vonandi mjög góðu sumri. Það voru stjórnarmenn í stangveiðifélaginu fljótsmenn sem opnuðu og formaðurinn Sveinn Aðalgeirsson veiddi fyrsta Laxinn í Barnafelli kl 7,27 á flugu. 90 cm hæng sem var svo sleppt aftur eftir glæsilega viðureign. Það eru Iceland Outfitters sem selja leyfi í ánna og þau eru bara á ansi hagstæðu verði miðað við það sem veiðimenn á Íslandi eiga að venjast. Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Svona losar þú veiðikróka úr húðinni Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Hörgá að gefa flotta bleikjuveiði Veiði Fjórtán laxa opnun í Norðurá Veiði Arnarvatnsheiði er gefa flotta silunga Veiði Mikið líf við Elliðavatn Veiði Kropp í kuldanum við Þingvallavatn Veiði Stækkandi bleikjur í Eyjafjarðará Veiði
Skjálfandafljót opnaði í gær fyrir veiði en þessi magnaða á hefur hingað til verið eitt best geymda leyndarmál laxveiðimanna norðan heiða. Áinn hefur allt til að bera til að kallast mögnuð áskorun á veiðimenn en veiðin í henni er líka góð. Þarna veiðist lax, bleikja, sjóbleikja og sjóbirtingur en flestir sem leggja leið sína þangað eru að elta stórlaxa sem þarna veiðast á hverju sumri. Þrátt fyrir oft furðulega litla ástundun er veiðin góð og meðalþyngdin þarna eins og menn þekkja úr norðlensku ánum. Við opnun komu alls 6 laxar á land og 2 misstir, mjög fín byrjun á vonandi mjög góðu sumri. Það voru stjórnarmenn í stangveiðifélaginu fljótsmenn sem opnuðu og formaðurinn Sveinn Aðalgeirsson veiddi fyrsta Laxinn í Barnafelli kl 7,27 á flugu. 90 cm hæng sem var svo sleppt aftur eftir glæsilega viðureign. Það eru Iceland Outfitters sem selja leyfi í ánna og þau eru bara á ansi hagstæðu verði miðað við það sem veiðimenn á Íslandi eiga að venjast.
Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Svona losar þú veiðikróka úr húðinni Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Hörgá að gefa flotta bleikjuveiði Veiði Fjórtán laxa opnun í Norðurá Veiði Arnarvatnsheiði er gefa flotta silunga Veiði Mikið líf við Elliðavatn Veiði Kropp í kuldanum við Þingvallavatn Veiði Stækkandi bleikjur í Eyjafjarðará Veiði