Veiði

Fjölskylduhátíð SVFR á föstudaginn

Karl Lúðvíksson skrifar
Fjölskylduhátið SVFR fer fram næsta föstudag.
Fjölskylduhátið SVFR fer fram næsta föstudag.

SVFR verður 80 ára föstudaginn 17. maí. Við blásum til fjölskylduhátíðar á afmælisdaginn í húsakynnum SVFR í Elliðaárdal að Rafstöðvarvegi 14.

Félagið hefur á þessum 80 árum staðið fyrir sölu veiðileyfa til félagsmanna og utanfélagsmanna á mörgum af vinsælustu veiðisvæðum landsins ásamt því að vinna að kyningarstarfi og þess markmiðs að efla ástundun stangaveiði á Íslandi. Fjölskylduhátíðin er undanfari árshátíðar félagsins sem verður haldin hátíðleg á laugardaginn. Dagskráin verður haldin milli 17:00 og 19:00

Dagskrá fjölskylduhátíðar.


 • Ávarp formanns
 • Afmælisterta
 • Afmælisflugan kynnt og boðin til sölu ásamt öðrum afmælisvarningi
 • Jóhannes Sturlaugsson sýnir seiði og hvernig rafveiðum er háttað
 • Happadrætti – allir gestir fá einn miða og eiga möguleika á að vinna veiðileyfi
 • Kastsýning
 • Gengið meðfram Elliðaánum (sjá nánari útfærslu fyrir neðan)
 • Myndasýning
 • Hoppukastali fyrir börnin
 • Grillaðar pulsur
 • Sjáumst í Dalnum og eigum saman góða stundAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.