Mjög góð veiði í Hlíðarvatni við opnun Karl Lúðvíksson skrifar 2. maí 2019 08:52 Fallegar bleikjur úr Hlíðarvatni Mynd: María Petrína Veiði er hafin í Hlíðarvatni í Selvogi en þetta vatn hefur lengi verið eitt það vinsælasta á landinu enda er takmarkaður stangafjöldi og veiðin góð. Þó veiðin í Hlíðarvatni geti auðvitað verið misjöfn er vatnið heild yfir eitt það allra bestu bleikjuvatn sem er að finna hér á landi. Bæði er það aðgengilegt og skemmtilegt að veiða en þarna er líka hægt að gera mjög fína veiði. Fyrstu fréttir úr vatninu eftir opnun í gær lofa góðu en við höfum haft fréttir af nokkrum góðkunningjum Veiðivísis sem gerðu það gott í gær. Þeir voru með hátt í 40 bleikjur eftir daginn og mest af því var mjög falleg 2-3 punda bleikja. Fleiri áttu góðan dag við vatnið og í samtali við Halldór Gunnarsson hjá Flugubúllunni sem er við vatnið núna í morgunsárið er mikið líf og bleikja að vaka um allt. Mest lesið Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Allt er þegar þrennt er Veiði 59 laxar úr Bíldsfelli Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Veiðimessa hjá Veiðiflugumí dag Veiði Rjúpnaveiðin gengur vel um allt land Veiði Strandveiði er frábær skemmtun Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði RISE fluguveiði kvikmyndahátíð Veiði Nánast uppselt í Hítará Veiði
Veiði er hafin í Hlíðarvatni í Selvogi en þetta vatn hefur lengi verið eitt það vinsælasta á landinu enda er takmarkaður stangafjöldi og veiðin góð. Þó veiðin í Hlíðarvatni geti auðvitað verið misjöfn er vatnið heild yfir eitt það allra bestu bleikjuvatn sem er að finna hér á landi. Bæði er það aðgengilegt og skemmtilegt að veiða en þarna er líka hægt að gera mjög fína veiði. Fyrstu fréttir úr vatninu eftir opnun í gær lofa góðu en við höfum haft fréttir af nokkrum góðkunningjum Veiðivísis sem gerðu það gott í gær. Þeir voru með hátt í 40 bleikjur eftir daginn og mest af því var mjög falleg 2-3 punda bleikja. Fleiri áttu góðan dag við vatnið og í samtali við Halldór Gunnarsson hjá Flugubúllunni sem er við vatnið núna í morgunsárið er mikið líf og bleikja að vaka um allt.
Mest lesið Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Allt er þegar þrennt er Veiði 59 laxar úr Bíldsfelli Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Veiðimessa hjá Veiðiflugumí dag Veiði Rjúpnaveiðin gengur vel um allt land Veiði Strandveiði er frábær skemmtun Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði RISE fluguveiði kvikmyndahátíð Veiði Nánast uppselt í Hítará Veiði