Veiði

Mjög góð veiði í Hlíðarvatni við opnun

Karl Lúðvíksson skrifar
Fallegar bleikjur úr Hlíðarvatni
Fallegar bleikjur úr Hlíðarvatni Mynd: María Petrína

Veiði er hafin í Hlíðarvatni í Selvogi en þetta vatn hefur lengi verið eitt það vinsælasta á landinu enda er takmarkaður stangafjöldi og veiðin góð.

Þó veiðin í Hlíðarvatni geti auðvitað verið misjöfn er vatnið heild yfir eitt það allra bestu bleikjuvatn sem er að finna hér á landi. Bæði er það aðgengilegt og skemmtilegt að veiða en þarna er líka hægt að gera mjög fína veiði. Fyrstu fréttir úr vatninu eftir opnun í gær lofa góðu en við höfum haft fréttir af nokkrum góðkunningjum Veiðivísis sem gerðu það gott í gær. Þeir voru með hátt í 40 bleikjur eftir daginn og mest af því var mjög falleg 2-3 punda bleikja. Fleiri áttu góðan dag við vatnið og í samtali við Halldór Gunnarsson hjá Flugubúllunni sem er við vatnið núna í morgunsárið er mikið líf og bleikja að vaka um allt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.