Eitt gott ráð fyrir bleikjuna Karl Lúðvíksson skrifar 4. maí 2019 17:00 Vænar bleikjur úr Þingvallavatni. Mynd: KL Það finnst mörgum skrítið þegar þeir eru við veiðar og verða lítið varir en mæta síðan öðrum veiðimanni með fullan poka af bleikju. Hvað er það sem ég er að gera vitlaust? Það eru nokkrir punktar sem þarf að hafa í huga og ekki verður þeim öllum svarað hér en það sem við getum ráðlagt er langur taumur, yfirleitt er ein og hálf stangarlengd passleg í vatnaveiði og ekki meira en 6-8 punda. Gefum okkur síðan að þú sért á ágætum stað og notar réttu flugurnar en ert samt ekki að fá neinar tökur, hvað er þá til ráða? Það sem þú gætir verið að gera vitlaust og þá sérstaklega þegar þú ert að veiða þegar tímabilið er rétt byrjað og vatnið er kalt er að leyfa flugunni ekki að sökkva nógu mikið niður. Bleikjan getur verið að taka djúpt og þó að þú sjáir stöku vakir er oft mest af bleikjunni að éta undir yfirborðinu. Þetta á vel við í t.d. Þingvallavatni og Úlfljótsvatni á þessum árstíma. Þegar þú ert búinn að kasta flugunni út leyfðu henni að sökkva og dragðu löturhægt inn. Þetta virkar mjög vel en hefur þó einn fórnarkostnað. Þú gætir lent í að festa nokkrum sinnum íbotni á meðan þú ert að finna rétta tímann til að láta fluguna sökkva og missir líklega við það nokkrar flugur. Mest lesið Drekka á kvöldin - veiða á daginn (myndband) Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Opnuðu Laxá með 550 urriðum Veiði Aðalfundur SVFR verður haldinn 21. febrúar Veiði Ótrúlega gott ástand á Laxárurriðanum Veiði Sæmundur í Veiðivötnum Veiði Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Veiði Vorveiðin hálfnuð í Kjósinni Veiði Laxinn gengin upp á svæði II og III í Blöndu Veiði Eystri Rangá sýnir sínar bestu hliðar Veiði
Það finnst mörgum skrítið þegar þeir eru við veiðar og verða lítið varir en mæta síðan öðrum veiðimanni með fullan poka af bleikju. Hvað er það sem ég er að gera vitlaust? Það eru nokkrir punktar sem þarf að hafa í huga og ekki verður þeim öllum svarað hér en það sem við getum ráðlagt er langur taumur, yfirleitt er ein og hálf stangarlengd passleg í vatnaveiði og ekki meira en 6-8 punda. Gefum okkur síðan að þú sért á ágætum stað og notar réttu flugurnar en ert samt ekki að fá neinar tökur, hvað er þá til ráða? Það sem þú gætir verið að gera vitlaust og þá sérstaklega þegar þú ert að veiða þegar tímabilið er rétt byrjað og vatnið er kalt er að leyfa flugunni ekki að sökkva nógu mikið niður. Bleikjan getur verið að taka djúpt og þó að þú sjáir stöku vakir er oft mest af bleikjunni að éta undir yfirborðinu. Þetta á vel við í t.d. Þingvallavatni og Úlfljótsvatni á þessum árstíma. Þegar þú ert búinn að kasta flugunni út leyfðu henni að sökkva og dragðu löturhægt inn. Þetta virkar mjög vel en hefur þó einn fórnarkostnað. Þú gætir lent í að festa nokkrum sinnum íbotni á meðan þú ert að finna rétta tímann til að láta fluguna sökkva og missir líklega við það nokkrar flugur.
Mest lesið Drekka á kvöldin - veiða á daginn (myndband) Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Opnuðu Laxá með 550 urriðum Veiði Aðalfundur SVFR verður haldinn 21. febrúar Veiði Ótrúlega gott ástand á Laxárurriðanum Veiði Sæmundur í Veiðivötnum Veiði Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Veiði Vorveiðin hálfnuð í Kjósinni Veiði Laxinn gengin upp á svæði II og III í Blöndu Veiði Eystri Rangá sýnir sínar bestu hliðar Veiði