Kalt við vötnin næstu daga Karl Lúðvíksson skrifar 9. maí 2019 10:24 Það gæti orðið kalt við bakkann næstu daga Mynd: Atli Bergman Það hefur verið heldur kalt á landinu síðustu daga og útlitið fram yfir helgi er ekki veiðimönnum í hag. Veðurstofan gerir ráð fyrir næturfrosti víðast hvar um landið allar nætur fram yfir helgina og það hefur frekar slæm áhrif á tökuna hjá bleikjunni en fyrir urriðann skiptir þetta mun minna máli. Klakið á flugunni hægir á sér eða allt að því stoppar þegar það koma svona kuldahret og á meðan ástandið er þannig er til dæmis bleikjan í Þingvallavatni ekki að taka neitt nálægt yfirborðinu heldur fer í að éta kuðung við botninn. Það er vel hægt að veiða djúpt og stundum með ágætum árangri en það er ekki auðvelt í þessum skilyrðum. Við skulum samt ekki gleyma því heldur að þetta er ekkert óvenjulegt að það sé kalt í maí á Íslandi en veðurspáin gerir líka ráð fyrir því að það fari að hlýna eftir helgina og þá tekur lífríkið oft vel við sér, sérstaklega eftir þrjá til fjóra daga í tveggja stafa tölu. Það er samt alveg hægt að skutlast upp á eitthvað vatnið og í það minnsta láta á það reyna hvort það sé fiskur í töku en við mælum með því að klæða sig vel, það er kalt í kortunum eins og áður segir. Mest lesið Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Rjúpnaveiðar: Boð og bönn á afréttum Veiði Jólahús SVFR föstudaginn 2. des Veiði Gæsaveiðin fer rólega af stað Veiði Hull skotin á sama verði og í fyrra Veiði Tölfræðin í Eystri Rangá eftir sumarið Veiði
Það hefur verið heldur kalt á landinu síðustu daga og útlitið fram yfir helgi er ekki veiðimönnum í hag. Veðurstofan gerir ráð fyrir næturfrosti víðast hvar um landið allar nætur fram yfir helgina og það hefur frekar slæm áhrif á tökuna hjá bleikjunni en fyrir urriðann skiptir þetta mun minna máli. Klakið á flugunni hægir á sér eða allt að því stoppar þegar það koma svona kuldahret og á meðan ástandið er þannig er til dæmis bleikjan í Þingvallavatni ekki að taka neitt nálægt yfirborðinu heldur fer í að éta kuðung við botninn. Það er vel hægt að veiða djúpt og stundum með ágætum árangri en það er ekki auðvelt í þessum skilyrðum. Við skulum samt ekki gleyma því heldur að þetta er ekkert óvenjulegt að það sé kalt í maí á Íslandi en veðurspáin gerir líka ráð fyrir því að það fari að hlýna eftir helgina og þá tekur lífríkið oft vel við sér, sérstaklega eftir þrjá til fjóra daga í tveggja stafa tölu. Það er samt alveg hægt að skutlast upp á eitthvað vatnið og í það minnsta láta á það reyna hvort það sé fiskur í töku en við mælum með því að klæða sig vel, það er kalt í kortunum eins og áður segir.
Mest lesið Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Rjúpnaveiðar: Boð og bönn á afréttum Veiði Jólahús SVFR föstudaginn 2. des Veiði Gæsaveiðin fer rólega af stað Veiði Hull skotin á sama verði og í fyrra Veiði Tölfræðin í Eystri Rangá eftir sumarið Veiði