100 urriðar á einum degi á ION Karl Lúðvíksson skrifar 30. apríl 2019 11:20 Veiðin á ION svæðinu er búin að vera mögnuð. Mynd: Ion fishing FB Það er feyknagóð urriðaveiði í Þingvallavatni þessa dagana og orðspor vatnsins er að dreifast um heiminn. Það var metdagur í gær á ION svæðinu í gær eftir okkar heimildum en þá veiddust 100 urriðar á fjórar stangir yfir daginn. Þetta eru svo magnaðar veiðitölur að orðspor vatnsins sem besta "trophy fish" vatns þegar kemur að urriða hefur náð þeim stigum að það er skrifað um það ansi víða. Erlendir veiðimenn eru farnir að koma mikið til að veiða í því og dæmi eru um einhverja sem hafa hætt við laxveiðar á Íslandi til að vera eingöngu í stóra urriðanum og bæta þá gjarnan við einhverjum dögum í silungsveiði með því. Veiðin síðustu daga á bestu svæðunum eins og ION, Villingavatnsárósnum og Kárastöðum eru búin að vera góð og líklega betri en nokkru sinni fyrr. Veiðin á urriða í þjóðgarðinum er líka góð hjá þeim sem þekkja svæðið en dæmi eru um að þeir sem hafa verið duglegir að stunda þjóðgarðinn séu búnir að fá 20-30 urriða í vor á þessum tveim vikum sem vatnið hefur verið opið. Mest lesið Tíu manna álma við Langárbyrgi Veiði Rjúpnaveiðin fór ágætlega af stað Veiði Flottar stórlaxagöngur í Stóru Laxá Veiði Laxinn mættur í Sogið Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Flundra í Skorradalsvatni Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Vitlu eiga séns á stórlaxi í sumar? Veiði Flott veiði en skítakuldi í Tungufljóti Veiði Flottur dagur í Varmá þrátt fyrir vont veður Veiði
Það er feyknagóð urriðaveiði í Þingvallavatni þessa dagana og orðspor vatnsins er að dreifast um heiminn. Það var metdagur í gær á ION svæðinu í gær eftir okkar heimildum en þá veiddust 100 urriðar á fjórar stangir yfir daginn. Þetta eru svo magnaðar veiðitölur að orðspor vatnsins sem besta "trophy fish" vatns þegar kemur að urriða hefur náð þeim stigum að það er skrifað um það ansi víða. Erlendir veiðimenn eru farnir að koma mikið til að veiða í því og dæmi eru um einhverja sem hafa hætt við laxveiðar á Íslandi til að vera eingöngu í stóra urriðanum og bæta þá gjarnan við einhverjum dögum í silungsveiði með því. Veiðin síðustu daga á bestu svæðunum eins og ION, Villingavatnsárósnum og Kárastöðum eru búin að vera góð og líklega betri en nokkru sinni fyrr. Veiðin á urriða í þjóðgarðinum er líka góð hjá þeim sem þekkja svæðið en dæmi eru um að þeir sem hafa verið duglegir að stunda þjóðgarðinn séu búnir að fá 20-30 urriða í vor á þessum tveim vikum sem vatnið hefur verið opið.
Mest lesið Tíu manna álma við Langárbyrgi Veiði Rjúpnaveiðin fór ágætlega af stað Veiði Flottar stórlaxagöngur í Stóru Laxá Veiði Laxinn mættur í Sogið Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Flundra í Skorradalsvatni Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Vitlu eiga séns á stórlaxi í sumar? Veiði Flott veiði en skítakuldi í Tungufljóti Veiði Flottur dagur í Varmá þrátt fyrir vont veður Veiði