Körfubolti

Fjölnir sigri frá Dominos-deildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fjölnismenn eru komnir í góð mál.
Fjölnismenn eru komnir í góð mál. mynd/fésbókarsíða Fjölnis

Fjölnir er aftur komið yfir gegn Hamri í úrslitaeinvígi fyrstu deildar karla eftir sigur í þriðja leik liðanna í kvöld, 102-94.

Leikurinn var í járnum nær allan leikinn. Staðan í hálfleik var 56-51, Fjölni í vil, en Hamar var aldrei langt undan. Sterkur sigur Fjölnismanna að lokum.

Marques Oliver var frábær í liði Fjölnis. Hann skoraði 25 stig, tók fimmtán fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Srdan Stojanovic kom næstur með 24 stig.

Í liði Hamars var það Everage Lee Richardson sem fór á kostum. Hann skoraði 26 stig, tók þrettán fráköst og gaf sex stoðsendingar. Ragnar Jósef Ragnarsson skoraði 24 stig.

Fjórði leikur liðanna fer fram á mánudaginn og með sigri þar geta Fjölnismenn tryggt sér sæti í Dominos-deild karla á næstu leiktíð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.