Körfubolti

Ævintýraleg endurkoma Clippers gegn meisturunum | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Það snerist allt á hvolf hjá meisturunum.
Það snerist allt á hvolf hjá meisturunum. vísir/getty

Los Angeles Clippers gerði sér lítið fyrir og vann fjögurra stiga sigur á Golden State Warriors, 135-131, í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt og jafnaði einvígið í 1-1.

Sigurinn var hreint ótrúlegur því gestirnir frá Los Angeles voru mest 31 stigi undir en ekkert lið hefur komið til baka úr svona djúpri holu í úrslitakeppninni síðan að Lakers-liðið 1989 gerði það á móti Seattle í undanúrslitunum. Það var þá 29 stigum undir.

Lou Williams var magnaður fyrir gestina en hann kom af bekknum og skoraði 36 stig á 33 mínútum auk þess sem að hann gaf ellefu stoðsendingar en Monztrezl Harrell kom einnig sterkur af bekknum og skoraði 25 stig.

Steph Curry var stigahæstur meistaranna með 29 stig en Kevin Durant skoraði 21 stig og Klay Thompson 17. Næsti leikur fer fram í LA.

Ben Simmons var svo allt í öllu fyrir Philadelphia 76ers sem jafnaði metin við Brooklyn Nets með sigri, 145-123, í öðrum leik liðanna en 76ers tapaði fyrsta leiknum á heimavelli.

Simmons hlóð í þrennu í úrslitakeppninni í annað sinn á ferlinum en hann skoraði 18 stig, gaf tólf stoðsendingar og tók tíu fráköst eftir að spila hörmulega í fyrsta leiknum þar sem að baulað var á hann úr stúkunni.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.