Veiði

Sporðaköst byrja í kvöld á Stöð 2

Karl Lúðvíksson skrifar
Rabbi og Jonni við tökur á þættinum í Miðfjarðará
Rabbi og Jonni við tökur á þættinum í Miðfjarðará Mynd: Eggert Skúlason

Frá því að það fréttist að ný sería af Sporðaköstum sé væntanleg hafa veiðimenn beðið með mikilli eftirvæntingu eftir þáttunum.

Nú er biðin á enda því þættirnir hefja göngu sína á Stöð 2 í kvöld og fyrsti þátturinn tekinn upp í Miðfjarðará. Í öðrum þáttum í nýju seríunni voru meðal annars veiddar  ránbleikjur í Hafralóni, ágústveiði í Laxá í Dölum, bleikja og urriða í Köldukvísl og svo var markmið að veiða 20 punda lax í Víðidalsá, en það var líklega valið vitlaust ár til að ná því markmiði, og lokaþátturinn er svo í Selá í Vesturdalsá en þar er veitt með James Ratcliffe.

"Heyri mikla spennu hjá veiðimönnum. Vissulega er mikil pressa en ég er mjög ánægður með þáttinn í kvöld og veit hann er veisla fyrir óþolinmóða veiðimenn sem bíða óþreyjufullir eftir veiðinni" sagði Eggert Skúlason þegar við heyrðum í honum. 

Fyrir þá sem vilja rifja upp gömlu þættina þá eru 22 gamlir Sporðakastaþættir komnir inn á Stöð 2 Maraþon. Þessir þættir voru teknir upp á árunum 1993 - 1999. Þættirnir voru á sínum tíma sýndir á Stöð 2 og hluti af þeim var gefinn út á VHS - spólum. Eitthvað af þessu efni hefur verið hægt að nálgast á Youtube eða einhverjum deilingarsíðum en í ákaflega misjöfnum gæðum. Þessir þættir eru í eins góðum gæðum og tækni á síðustu öld leyfir. Þegar þeir verða komnir í sýningu verður farið yfir þættina á Facebooksíðu Sporðakasta og þar verður fjallað um hvaða efni þetta er og hverjir koma við sögu. Þú getur skoðað sýnishorn af þáttunum hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.