Mögnuð opnun í Litluá Karl Lúðvíksson skrifar 5. apríl 2019 10:22 Karl Jónsson með vænan fisk úr Litluá Mynd: Litlaá FB Litlaá í Keldum eins og áin er gjarnan kölluð er klárlega ein af bestu ánum til að standa við þegar veiðitímabilið hefst. Það líklega sýndi sig vel á þessu vori hvað þetta er mögnuð á en á fyrsta degi var 148 fiskum landað og það gerir þetta ekki bara bestu opnun í ánni frá upphafi heldur líklega bestu opnun á nokkru veiðisvæði á þessu voru. Mest af veiðinni voru urriðar en eitthvað veiddist líka af bleikjum en stærstu fiskarnir voru allt að 70 sm langir. Mest veiddist á straumflugur af ýmsum gerðum. Það var heldur kalt á fyrsta degi svo ástundun var ekki jafn mikil og hún hefði annars orðið sem gerir þessar tölur ennþá magnaðri. Heilt yfir eru þær fréttir sem við erum að fá af veiðisvæðunum mjög góðar og það verður gaman að fylgjast með á næstunni þegar fleiri svæði detta inn og þá má kannski sérstaklega nefna Þingvallavatn en þeir eru margir sem eru orðnir óþreyjufullir eftir því að kasta flugu fyrir risaurriðana sem þar er að finna. Mest lesið Veiðimenn kalla eftir ódýrari gistingu Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Fjórir komu í land á Blöndu í morgun Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Nokkur ráð varðandi að láta rjúpu hanga Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Tröllvaxnir þorskar að veiðast á sundunum við Reykjavík Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Litlar líkur á vatnsleysi á komandi sumri? Veiði Elliðavatn opnar á fimmtudag Veiði
Litlaá í Keldum eins og áin er gjarnan kölluð er klárlega ein af bestu ánum til að standa við þegar veiðitímabilið hefst. Það líklega sýndi sig vel á þessu vori hvað þetta er mögnuð á en á fyrsta degi var 148 fiskum landað og það gerir þetta ekki bara bestu opnun í ánni frá upphafi heldur líklega bestu opnun á nokkru veiðisvæði á þessu voru. Mest af veiðinni voru urriðar en eitthvað veiddist líka af bleikjum en stærstu fiskarnir voru allt að 70 sm langir. Mest veiddist á straumflugur af ýmsum gerðum. Það var heldur kalt á fyrsta degi svo ástundun var ekki jafn mikil og hún hefði annars orðið sem gerir þessar tölur ennþá magnaðri. Heilt yfir eru þær fréttir sem við erum að fá af veiðisvæðunum mjög góðar og það verður gaman að fylgjast með á næstunni þegar fleiri svæði detta inn og þá má kannski sérstaklega nefna Þingvallavatn en þeir eru margir sem eru orðnir óþreyjufullir eftir því að kasta flugu fyrir risaurriðana sem þar er að finna.
Mest lesið Veiðimenn kalla eftir ódýrari gistingu Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Fjórir komu í land á Blöndu í morgun Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Nokkur ráð varðandi að láta rjúpu hanga Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Tröllvaxnir þorskar að veiðast á sundunum við Reykjavík Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Litlar líkur á vatnsleysi á komandi sumri? Veiði Elliðavatn opnar á fimmtudag Veiði