Hvernig nærðu draumalaxinum? Karl Lúðvíksson skrifar 13. mars 2019 10:00 Nils Folmer hefur landað mörgum stórlöxum á sínum veiðiferli Flestir veiðimenn þekkja stórlaxahvíslarann Nils Folmer Jorgensen en það eru fáir sem veiða jafn marga stórlaxa ári hverju og hann. Nils hefur veitt 29 laxa á Íslandi yfir 100 cm og heilan helling af löxum á bilinu 90-99 cm. Í þessum fyrirlestri mun Nils kynna gestum fyrir sínum veiðiaðferðum og þeirri tækni sem getur fært þig nær draumafiskinum. Hvar liggur fiskurinn? Hvernig á að nálgast hann? Hvaða útbúnað er best að nota? Hvernig á að velja flugu? Hvað fær þann stóra til að taka? Nils mun einnig fara yfir hvað er ekki mikilvægt og hvað er mjög mikilvægt þegar kemur að veiði. Ef veiðimenn styggja fiskinn í fyrsta kasti þá skipta flottustu græjurnar og rétta flugan litlu máli. Að setja í þann stóra getur verið heppni en með hæfilegri bjartsýni, réttri aðferð og góðri frammistöðu ertu mun nær drauma fiskinum. Einstakur fyrirlestur sem enginn veiðimaður ætti að láta fram hjá sér fara. Þú getur bókað miða hér. Mest lesið 6. júní hreinsunardagur Elliðaánna Veiði Síðasta holl með 85 laxa í Kjósinni Veiði Korpa sjaldan litið betur út til veiða Veiði Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði Óvissa um Norðurá - Tilboðum SVFR hafnað Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Fín veiði og vænir fiskar í vinsælustu silungsvötnunum Veiði Íslendingar eiga strax að banna allt laxeldi í sjó Veiði Tók fyrsta laxinn sinn í Elliðaánum Veiði
Flestir veiðimenn þekkja stórlaxahvíslarann Nils Folmer Jorgensen en það eru fáir sem veiða jafn marga stórlaxa ári hverju og hann. Nils hefur veitt 29 laxa á Íslandi yfir 100 cm og heilan helling af löxum á bilinu 90-99 cm. Í þessum fyrirlestri mun Nils kynna gestum fyrir sínum veiðiaðferðum og þeirri tækni sem getur fært þig nær draumafiskinum. Hvar liggur fiskurinn? Hvernig á að nálgast hann? Hvaða útbúnað er best að nota? Hvernig á að velja flugu? Hvað fær þann stóra til að taka? Nils mun einnig fara yfir hvað er ekki mikilvægt og hvað er mjög mikilvægt þegar kemur að veiði. Ef veiðimenn styggja fiskinn í fyrsta kasti þá skipta flottustu græjurnar og rétta flugan litlu máli. Að setja í þann stóra getur verið heppni en með hæfilegri bjartsýni, réttri aðferð og góðri frammistöðu ertu mun nær drauma fiskinum. Einstakur fyrirlestur sem enginn veiðimaður ætti að láta fram hjá sér fara. Þú getur bókað miða hér.
Mest lesið 6. júní hreinsunardagur Elliðaánna Veiði Síðasta holl með 85 laxa í Kjósinni Veiði Korpa sjaldan litið betur út til veiða Veiði Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði Óvissa um Norðurá - Tilboðum SVFR hafnað Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Fín veiði og vænir fiskar í vinsælustu silungsvötnunum Veiði Íslendingar eiga strax að banna allt laxeldi í sjó Veiði Tók fyrsta laxinn sinn í Elliðaánum Veiði