Innlent

Búið að opna um Hellisheiði, Sandskeið og Þrengsli

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hellisheiði hefur verið lokað vegna veðurs.
Hellisheiði hefur verið lokað vegna veðurs. vísir/vilhelm

Uppfært klukkan 11:56: Búið er að opna fyrir umferð um Hellisheiði, Sandskeið og Þrengsli en enn er lokað um Hvalfjarðargöng.


Vegunum um Hellisheiði, Sandskeið og Þrengsli hefur verið lokað um óákveðinn tíma vegna veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Þá er veginum um Hvalfjarðargöng lokað vegna umferðaróhapps og snjóflóð hefur fallið á veginn um Kambanesskriður svo hann er lokaður einnig.

Kröpp lægð gengur nú yfir landið og hefur hún meðal annars áhrif á ferðir strætisvagna að því er segir í tilkynningu frá Strætó.

Leið 57 (Reykjavík-Akureyri)
Leiðin getur aðeins ekið að Bifröst á leið sinni norður til Akureyrar. Ferðirnar frá Akureyri og suður til Reykjavíkur falla niður í dag.

Leið 51 (Reykjavík-Höfn)
Eins og staðan er núna geta vagnarnir ekki ekið um Hellisheiði og Sandskeið. Ferðir frá Selfossi í átt að Reykjavík geta aðeins ekið til Hveragerðis.

Leið 52 (Reykjavík-Landeyjarhöfn)
Óvíst er með næstu ferðir.

Þá virðist einnig sem veðrið sé að valda usla á höfuðborgarsvæðinu. Þakplötur sem höfðu fokið á götuna við Melaskóla töfðu ferð leiðar 11.  

Fréttin hefur verið uppfærð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.