Veiði

Umsóknarfjöldinn hjá SVFR á pari við síðustu ár

Karl Lúðviksson skrifar
Brynjar Þór Hreggviðsson með fallegan nýgengin lax.
Brynjar Þór Hreggviðsson með fallegan nýgengin lax.

Stangaveiðifélag Reykjavíkur heldur upp á 80 ára afmæli félagsins á þessu ári og hefur félagið verið einn af leiðandi veiðileyfasölum landsins allann þann tíma.

Brynjar Þór Hreggviðsson sölustjóri SVFR hefur haft í nógu að snúast síðustu daga en úthlutun til félaga SVFR er nýlokið og utan félagsmenn eru að tryggja sér þá daga sem ekki fóru í úthlutun.  "Langáin er gríðarlega vinsæl hjá okkur, við sjáum aukningu frá síðasta ári sem þó var metár í sölu í ánni. Við erum með Haukadalsá en þar komast færri að en vilja. Straumfjarðaráin á sinn aðdáaenda hóp og það hefur komið okkur skemmtilega á óvart enda ótrúlega falleg 4 stanga perla. Þá erum við glöð með viðtökur á nýju ánni okkar Laugardalsá en þar eru örfá holl eftir. Elliðaárnar ruku út núna í félagaúthlutunni okkar en lausir dagar þar eins og í öðrum ám okkar munu birtast á næstunni hjá okkur á vefsölunni" segir Brynjar í samtali við Veiðivísi.

"Vinsælasta silungsveiðisvæðið okkar eru urriðaparadísin í Laxá í Mývatnssveit sem og Laxárdalurinn. Aðdáaendahópurinn fer ört vaxandi og erum við ofboðslega vel seld fyrir árið 2019 í Mývatnssveitinni. Það sem við höfum einnig verið að gera er að kynna Laxárdalinn fyrir veiðimönnum sem er fyrir ofan virkjun og fyrir neðan Mývatnssveitarsvæðið sem allir þekkja. Laxárdalurinn geymir gríðarlega fallega fiska og náttúrufegurðin þar er stórbrotin. Þangað sækja menn sem vilja stærri en færri fiska en í Mývatnssveitnni. Við finnum fyrir mikilli vakningu hjá innlendum og erlendum veiðimönnum á svæðið og það er ánægjulegt."

Spurður um fjölda umsókna fyrir komandi tímabil segir Brynjar:"Umsóknarfjöldinn er á pari við síðustu ár og erum við þakklát fyrir það. Félagsmenn Stangveiðifélagsins eru dyggir og tryggir og erum við að halda upp á 80 ára aldursafmælið okkar núna á vormánuðum.Okkar markmið er að gefa okkar félagsmönnum og öðru veiðifólki tækifæri á að veiða í okkar bestu veiðiám en einnig að bjóða ódýrari kosti og veita félagsmönnum okkar úrval svæða sem henta hverjum og einum. Þær ár sem við bjóðum með þjónustu Langá, Straumfjarðará, Haukadalsá eru í rekstri Viktors Arnars Andrésarsonar landsliðskokks og núna í fyrsta skiptið í Laxá í Mývatnssveit. Fyrir okkur er það hvalreki að hafa hann með okkur í liði og endurspeglar það okkar gæði, ekki bara árnar heldur alla okkar þjónustu."
Er SVFR komið með eitthv nýtt svæði fyrir sumarið? "Laugardalsáin er nýja svæðið okkar. Þetta er 2-3 stanga á og erum við í endurbyggingu á nýju veiðihúsi þar sem verður tilbúið  fyrir sumarið. Við vissum vel um vinsældir árinnar en eins og áður segir er áin að verða uppseld sem segir margt."

En hvernig líst þér á sumarið? "Spáin mín er sú að smálaxinn gæti átt erfitt uppdráttar en það fer eftir auðvitað hvaða seyðaárgangar hafa sameinast. Það er vitað mál að laxgengd 2014 var dræm en 2015 og 2016 bara mjög góð. Ég vona að smálaxinn verði á pari en ég á von á mjög góðu stórlaxa sumri enda hefur sýnt sig á þeim svæðum sem ég hef veitt á að vorlaxinn er að koma sterkari inn í þeim ám sem hefur verið tekið upp á að veiða og sleppa en ekki öllum vissulega. Ég vil gefa laxinum vafann á því. Þá er spurning um hvenær eldislaxinn frá sjókvíjunum fer að koma inn í ríkari mæli eins og er farið að gerast víða og því miður er það bara toppurinn á ísjakanum á því sem koma skal ef ekki verður gripið inn í betur af stjórnvöldum."Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.