Veiði

Magnaðar veiðitölur í Urriðafossi

Karl Lúðvíksson skrifar
Stefán Sigurðsson hjá Iceland Outfitters með vænan lax úr Urriðafossi
Stefán Sigurðsson hjá Iceland Outfitters með vænan lax úr Urriðafossi Mynd: Iceland Outfitters

Það hefur varla farið framhjá neinum laxveiðimanni að eitt heitasta veiðisvæði landsins er jafnframt það nýjasta.

Þetta magnaða veiðisvæði er Urriðafoss í Þjórsá og það er fyrirtækið Iceland Outfitters sem eru með það á sínum höndum og það er óhætt að segja að það komist færri að þar en vilja.  Þrátt að hafa aðeins verið veitt í tvö ár er mest veiði per stöng þarna og jafnframt frábær meðalþyngd.  Það var því auðvelt fyrir Stefán Sigurðsson framkvæmdastjóra Iceland Outfitters að svara því hvaða svæði er vinsælast hjá þeim.

"Tvímælalaust er Urriðafoss langheitasta laxasvæðið hjá okkur enda er alveg klárlega mikil innistæða fyrir því. Ný uppgötvað veiðisvæði sem er bara komið á stall með bestu laxveiðiám landsins og náði því afreki að vera með flesta laxa veidda pr stöng 2018. Annars eru við með nokkur tilraunaverkefni í Þjórsá eins og Kálfholt og Þjórsártún sem eru mjög spennandi og ódýr en það er á Austurbakka Þjórsár á móts við Urriðafoss" seigr Stefán í samtali við Veiðivísi.

"Varðandi silungsveiðina þá er ION svæðið á Þingvöllum lang heitasta silungsveiðisvæðið enda er vart hægt að finna flottari og stærri urriða þó víðar væri leitað en við höfum verið í farsælu samstarfi við leigutakana Jóhann Hafnfjörð og Stefán Kristjánsson og séð um sumarveiðileyfin sem eru oft ekki verri en vorveiðin. Svo er Hólaá gríðalega vinsæl, bæði Laugardalshólar og Austurey enda frábært veiðisvæði með takmörkuðum stangarfjölda á frábæru verði. Leiráin er líka mjög vinsæl á vorin og haustin, já og Vatnasvæði Lýsu var alveg "on fire" í fyrra, frábær silunga-lax- sjóbirtings blanda á geggjuðu verði og mjög fjölbreytt veiðisvæði."

En er mikill munur á ásaókn á svæðin milli ára? "Já það getur verið það, stundum komast veiðisvæði í tísku og stundum eru þau ekki í tísku. Þegar er búið að veiðast vel árið á undan vilja allir fara en þegar það er búið að vera erfitt fara menn að leita af nýjum miðum, en ekki allir sem betur fer. En flest veiðisvæði hafa náttúrulegar sveiflur og ekkert veiðiár er alveg eins og mín ráðlegging til veiðimanna er að það sé gott að halda sig við veiðisvæðin sem þeir stunda því oftar sem þú veiðir ákveðna laxveiðiá lærir þú meira og verður þá betur undirbúin að takast á við sveiflurnar sem eru ómumflyjanlegar. Einnig er það ekkert víst að laxveiðiá sem er búin að vera mjög góð sl 2 ár sé endilega góð á viðkomandi ári og eru eiginlega bara miklar líkur á því að áin verði lakari en árin 2 á undan, En svo aftur á móti þar sem laxveiðiá er búin að vera léleg 2 ár  eru heilmiklar líkur á því að veiðin verði betri en árin lélegu árin á undan."

Hafið þið verið að bæta við ykkur einhverjum nýjum svæðum? "Svona nýjasta, nýjasta nýtt eru tilraunasvæðin í Þjórsá sem eru nú orðin 3 talsins, Kálfholt, Þjórsártún og Urriðafoss b svæði sem er á milli brúa í Þjórsá,. Eftir að við fórum að átta okkur á því hversu mikinn lax Þjórsá hefur að geyma höfum við í samstarfi við Landeigendur opnað ný svæði sem eru gríðarlega spennandi.  Þjórsá er loðin af laxi og frábært tækifæri núna að skipta netaveiðinni út fyrir stangveiði. Veiðisvæðin eru ódýr og eitthvað sem við mælum með að prófa."

Hvernig tilfinningu hefur þú fyrir komandi sumri? "Ég er mjög bjartsýnn, sl tvö ár eru búin að vera erfið á norðulandi og fyrir Austan svo ég er mjög bjartsýnn að veiðin eigi eftir að koma upp á þeim landshlutum. Ég spái að vesturlandið eigi eftir að vera svona í góðu meðalagi og svo hef ég bara mikla trú á Suðurlandinu og kæmi mér ekki á óvart ef Urriðafoss myndi bæta sín fyrri met, Og ég spái að Rangárnar eigi eftir að verða betri í ár en í fyrra."Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.