Skilaði 15 prósenta ávöxtun í fyrra Kristinn Ingi Jónsson skrifar 9. janúar 2019 09:00 Ray Dalio, stofnandi Bridgewater Associates. Nordicphotos/Getty Sjóður í stýringu bandaríska vogunarsjóðsins Bridgewater Associates skilaði 14,6 prósenta ávöxtun á síðasta ári, samkvæmt heimildum Financial Times, á sama tíma og vogunarsjóðir skiluðu að meðaltali neikvæðri ávöxtun upp á 6,7 prósent. Árleg ávöxtun sjóðsins, Pure Alpha Strategy, hefur verið 12 prósent að meðaltali frá því hann var settur á laggirnar árið 1991. Ávöxtun sjóðsins á síðasta ári var sú besta í fimm ár. Bridgewater, sem milljarðamæringurinn Ray Dalio stýrir, er stærsti vogunarsjóður í heimi með eignir í stýringu upp á 160 milljarða dala. Sjóðurinn hefur hagnast um ríflega 50 milljarða dala á líftíma sínum, samkvæmt gögnum frá LCH Investments. Stjórnendur vogunarsjóðsins hafa um nokkurt skeið lýst yfir áhyggjum sínum af minni vexti í heimshagkerfinu og sagt marga fjárfesta vera andvaralausa gagnvart aðhaldsaðgerðum seðlabanka víða um heim. „Við eigum eftir að horfa fram á töluvert veikari hagvöxt árið 2019, miðað við okkar greiningar, og fjárfestar eru almennt ekki að taka mið af því í verðlagningu sinni,“ sagði Greg Jensen, sjóðsstjóri hjá Bridgewater, í samtali við Reuters í fyrra. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Aukin áhersla á framtaksfjárfestingar Bandaríski vogunarsjóðurinn Elliott Management hefur ráðist í nokkrar umfangsmiklar framtaksfjárfestingar í Bandaríkjunum og Evrópu á síðustu misserum. 9. janúar 2019 09:00 Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Sjóður í stýringu bandaríska vogunarsjóðsins Bridgewater Associates skilaði 14,6 prósenta ávöxtun á síðasta ári, samkvæmt heimildum Financial Times, á sama tíma og vogunarsjóðir skiluðu að meðaltali neikvæðri ávöxtun upp á 6,7 prósent. Árleg ávöxtun sjóðsins, Pure Alpha Strategy, hefur verið 12 prósent að meðaltali frá því hann var settur á laggirnar árið 1991. Ávöxtun sjóðsins á síðasta ári var sú besta í fimm ár. Bridgewater, sem milljarðamæringurinn Ray Dalio stýrir, er stærsti vogunarsjóður í heimi með eignir í stýringu upp á 160 milljarða dala. Sjóðurinn hefur hagnast um ríflega 50 milljarða dala á líftíma sínum, samkvæmt gögnum frá LCH Investments. Stjórnendur vogunarsjóðsins hafa um nokkurt skeið lýst yfir áhyggjum sínum af minni vexti í heimshagkerfinu og sagt marga fjárfesta vera andvaralausa gagnvart aðhaldsaðgerðum seðlabanka víða um heim. „Við eigum eftir að horfa fram á töluvert veikari hagvöxt árið 2019, miðað við okkar greiningar, og fjárfestar eru almennt ekki að taka mið af því í verðlagningu sinni,“ sagði Greg Jensen, sjóðsstjóri hjá Bridgewater, í samtali við Reuters í fyrra.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Aukin áhersla á framtaksfjárfestingar Bandaríski vogunarsjóðurinn Elliott Management hefur ráðist í nokkrar umfangsmiklar framtaksfjárfestingar í Bandaríkjunum og Evrópu á síðustu misserum. 9. janúar 2019 09:00 Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Aukin áhersla á framtaksfjárfestingar Bandaríski vogunarsjóðurinn Elliott Management hefur ráðist í nokkrar umfangsmiklar framtaksfjárfestingar í Bandaríkjunum og Evrópu á síðustu misserum. 9. janúar 2019 09:00