Nýr framkvæmdastjóri SVFR Karl Lúðvíksson skrifar 15. maí 2019 11:17 Sigurþór Gunnlaugsson, viðskiptafræðingur, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri SVFR. Starfið var auglýst laust til umsóknar fyrir nokkrum misserum, þegar ljóst var að Ari Hermóður Jafetsson ætlaði að láta af störfum með vorinu. Á fimmta tug umsókna bárust um starfið og í hópi umsækjenda voru margir hæfir kandidatar. Sigurþór er viðskiptafræðimenntaður og með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur mikla reynslu af rekstri, verkferla- og fjárhagsáætlanagerð og kostnaðareftirliti. Hann var markaðsstjóri Kringlunnar og síðar stjórnandi hjá Air Atlanta Icelandic, m.a. stöðvarstjóri í Bretlandi, Indlandi og Sádi Arabíu, yfirmaður á flugrekstrarsviði, útstöðva og ferðaþjónustu. Sigurþór mun hefja störf í næstu viku og segist hlakka mikið til. “SVFR er einhver merkasti félagsskapur landsins, með magnaða sögu og frábær ársvæði á leigu. Ég tek við góðu búi, þar sem búið er að endurnýja samninga um öll lykilsvæði félagsins og við getum einbeitt okkur enn frekar að þjónustu við félagsmenn,” segir Sigurþór. Jón Þór Ólason, formaður SVFR, er ánægður með að fá Sigurþór til starfa. “Það var ánægjulegt að sjá hve margir sýndu starfinu áhuga, en Sigurþór er réttur maður fyrir félagið á þessum tímapunkti. Hann býr að mikilli rekstrarþekkingu og mun efla skrifstofu félagsins. Við hlökkum til að vinna með honum og bjóðum hann velkominn til starfa.” Fréttin er tilkynning frá SVFR Mest lesið Sumir ennþá að gera góða veiði í Ytri Rangá Veiði Hlíðarvatn komið í gang og fiskurinn er í hörkutöku Veiði Líflegt við opnun Grímsár Veiði Urriðinn mættur við Kárastaði Veiði Tíu risaurriðar í Minnivallalæk Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Urriðinn er vel haldinn í Laxárdalnum Veiði Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Opnað fyrir vorveiði í Ytri Rangá 1. maí Veiði
Sigurþór Gunnlaugsson, viðskiptafræðingur, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri SVFR. Starfið var auglýst laust til umsóknar fyrir nokkrum misserum, þegar ljóst var að Ari Hermóður Jafetsson ætlaði að láta af störfum með vorinu. Á fimmta tug umsókna bárust um starfið og í hópi umsækjenda voru margir hæfir kandidatar. Sigurþór er viðskiptafræðimenntaður og með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur mikla reynslu af rekstri, verkferla- og fjárhagsáætlanagerð og kostnaðareftirliti. Hann var markaðsstjóri Kringlunnar og síðar stjórnandi hjá Air Atlanta Icelandic, m.a. stöðvarstjóri í Bretlandi, Indlandi og Sádi Arabíu, yfirmaður á flugrekstrarsviði, útstöðva og ferðaþjónustu. Sigurþór mun hefja störf í næstu viku og segist hlakka mikið til. “SVFR er einhver merkasti félagsskapur landsins, með magnaða sögu og frábær ársvæði á leigu. Ég tek við góðu búi, þar sem búið er að endurnýja samninga um öll lykilsvæði félagsins og við getum einbeitt okkur enn frekar að þjónustu við félagsmenn,” segir Sigurþór. Jón Þór Ólason, formaður SVFR, er ánægður með að fá Sigurþór til starfa. “Það var ánægjulegt að sjá hve margir sýndu starfinu áhuga, en Sigurþór er réttur maður fyrir félagið á þessum tímapunkti. Hann býr að mikilli rekstrarþekkingu og mun efla skrifstofu félagsins. Við hlökkum til að vinna með honum og bjóðum hann velkominn til starfa.” Fréttin er tilkynning frá SVFR
Mest lesið Sumir ennþá að gera góða veiði í Ytri Rangá Veiði Hlíðarvatn komið í gang og fiskurinn er í hörkutöku Veiði Líflegt við opnun Grímsár Veiði Urriðinn mættur við Kárastaði Veiði Tíu risaurriðar í Minnivallalæk Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Urriðinn er vel haldinn í Laxárdalnum Veiði Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Opnað fyrir vorveiði í Ytri Rangá 1. maí Veiði