Sumarblað Veiðimannsins er komið út Karl Lúðvíksson skrifar 20. maí 2019 10:28 Sumarblað Veiðimannsins er komið út, á 80 ára afmæli Stangaveiðifélags Reykjavíkur en félagið hefur verið að fagna þessu afmæli á föstudag og laugardag um liðna helgi. Það er vel við hæfi að perla félagsins, Elliðaárnar, séu í kastljósinu í blaðinu en SVFR var stofnað vorið 1939 um leigu á veiðirétti í Elliðaánum og uppbyggingu þeirra. Tilgangur félagsins var jafnframt að efla stangaveiðiíþróttina og standa vörð um íslenska náttúru. Stofnfélagar SVFR voru 48 og áhugi á stangveiðum almennt ekki mikill á Íslandi. Þeir sem sáust með stöng við veiðivötn töldust ekki með öllum mjalla en nú er öldin önnur. Það fjölgaði ört í félaginu og veiðidellan breiddist út meðal fólks á undraskömmum tíma. Tugþúsundir Íslendinga leggja nústund á stangveiði á hverju sumri. Elliðaárnar eru í dag meðal bestu laxveiðiáa landsins. Fullkomlega sjálfbærar 80 árum eftir að þær máttu muna fífil sinn fegurri, hluti af stórkostlegu útivistarsvæði Reykvíkinga þar sem fjölmargir ungir veiðimenn taka sín fyrstu köst. Fjölbreytt efni er í Veiðimanninum nr. 208 og er blaðið nú á leið til félagsmanna og áskrifenda. Fyrstu eintök blaðsins má nálgast á afmælsihátíð SVFR í Elliðaárdal í dag og í veiðiverslunum. 80 ára afmælisfluga SVFR er frumsýnd í blaðinu en félagið leitaði til Sigurðar Héðins og er útkoman glæsileg. Hún ber viðeigandi nafn, Stangó, en sagt er að hún sé ávísun á ævintýri. Nánar er fjallað um fluguna og ótal margt annað spennandi í Veiðimanninum. Mest lesið Netaveiðin í Hvítá/Ölfusá: Lögboðinni nýtingaráætlun aldrei skilað Veiði Veiðimenn að setja í flottar bleikjur í Úlfljótsvatni Veiði Nýr heilræðabæklingur um vatnaveiði Veiði Haltu línunum vel við Veiði Rauður Frances sterkur síðsumars Veiði Að elda gæs í 8 tíma er góð skemmtun Veiði Svona lítur 123 sm stórlax út í mynd Veiði Miðfjarðará: Fín opnun en aðstæður erfiðar Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Jökla vex sem laxá og bleikjan er bónus Veiði
Sumarblað Veiðimannsins er komið út, á 80 ára afmæli Stangaveiðifélags Reykjavíkur en félagið hefur verið að fagna þessu afmæli á föstudag og laugardag um liðna helgi. Það er vel við hæfi að perla félagsins, Elliðaárnar, séu í kastljósinu í blaðinu en SVFR var stofnað vorið 1939 um leigu á veiðirétti í Elliðaánum og uppbyggingu þeirra. Tilgangur félagsins var jafnframt að efla stangaveiðiíþróttina og standa vörð um íslenska náttúru. Stofnfélagar SVFR voru 48 og áhugi á stangveiðum almennt ekki mikill á Íslandi. Þeir sem sáust með stöng við veiðivötn töldust ekki með öllum mjalla en nú er öldin önnur. Það fjölgaði ört í félaginu og veiðidellan breiddist út meðal fólks á undraskömmum tíma. Tugþúsundir Íslendinga leggja nústund á stangveiði á hverju sumri. Elliðaárnar eru í dag meðal bestu laxveiðiáa landsins. Fullkomlega sjálfbærar 80 árum eftir að þær máttu muna fífil sinn fegurri, hluti af stórkostlegu útivistarsvæði Reykvíkinga þar sem fjölmargir ungir veiðimenn taka sín fyrstu köst. Fjölbreytt efni er í Veiðimanninum nr. 208 og er blaðið nú á leið til félagsmanna og áskrifenda. Fyrstu eintök blaðsins má nálgast á afmælsihátíð SVFR í Elliðaárdal í dag og í veiðiverslunum. 80 ára afmælisfluga SVFR er frumsýnd í blaðinu en félagið leitaði til Sigurðar Héðins og er útkoman glæsileg. Hún ber viðeigandi nafn, Stangó, en sagt er að hún sé ávísun á ævintýri. Nánar er fjallað um fluguna og ótal margt annað spennandi í Veiðimanninum.
Mest lesið Netaveiðin í Hvítá/Ölfusá: Lögboðinni nýtingaráætlun aldrei skilað Veiði Veiðimenn að setja í flottar bleikjur í Úlfljótsvatni Veiði Nýr heilræðabæklingur um vatnaveiði Veiði Haltu línunum vel við Veiði Rauður Frances sterkur síðsumars Veiði Að elda gæs í 8 tíma er góð skemmtun Veiði Svona lítur 123 sm stórlax út í mynd Veiði Miðfjarðará: Fín opnun en aðstæður erfiðar Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Jökla vex sem laxá og bleikjan er bónus Veiði