90 sm hrygna við opnun Langár Karl Lúðvíksson skrifar 19. júní 2019 14:51 Jógvan með 90 sm hrygnu úr Glanna í morgun í Langá á Mýrum Mynd: Jógvan Hansen Langá á Mýrum opnaði fyrir veiði í morgun og það er óhætt að segja að hún hafi sýnt og sannað að hún er ekki lengur hreinræktuð smálaxaá. Þegar Veiðivísir kíkti í Langá á laugardaginn var töluvert af laxi í Strengjum og í Glanna og mest af því fallegur tveggja ára lax. Einn af þeim tók fluguna hjá Jógvan Hansen í morgun og var það 90 sm hrygna sem veiddist í Glanna. Fleiri laxar hafa veiðst og nokkrir einnig sloppið af svo það er greinilega gott líf í Langá sem á það því líklega að þakka að vatnsforðinn í ánni sem kemur úr Langavatni heldur henni í því sem er venjulegt júlívatn. Það verður gaman að fylgjast með því hvernig veiðin verður á seinni vaktinni en það er útlit fyrir að það þykkni aðeins upp og þá getur kvöldið orðið gott. Forðinn í Langavatni ætti samkvæmt Jóhannesi veiðiverði að duga fram um miðjan júlí en engu að síður væri öll rigning vel þegin í Langá eins og í aðrar ár í Borgarfirði. Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Eystri Rangá komin í 2.050 laxa Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði
Langá á Mýrum opnaði fyrir veiði í morgun og það er óhætt að segja að hún hafi sýnt og sannað að hún er ekki lengur hreinræktuð smálaxaá. Þegar Veiðivísir kíkti í Langá á laugardaginn var töluvert af laxi í Strengjum og í Glanna og mest af því fallegur tveggja ára lax. Einn af þeim tók fluguna hjá Jógvan Hansen í morgun og var það 90 sm hrygna sem veiddist í Glanna. Fleiri laxar hafa veiðst og nokkrir einnig sloppið af svo það er greinilega gott líf í Langá sem á það því líklega að þakka að vatnsforðinn í ánni sem kemur úr Langavatni heldur henni í því sem er venjulegt júlívatn. Það verður gaman að fylgjast með því hvernig veiðin verður á seinni vaktinni en það er útlit fyrir að það þykkni aðeins upp og þá getur kvöldið orðið gott. Forðinn í Langavatni ætti samkvæmt Jóhannesi veiðiverði að duga fram um miðjan júlí en engu að síður væri öll rigning vel þegin í Langá eins og í aðrar ár í Borgarfirði.
Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Eystri Rangá komin í 2.050 laxa Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði