Erfitt fyrstu dagana í Laxá í Kjós Karl Lúðvíksson skrifar 18. júní 2019 10:00 Fyrstu laxinn úr Laxá í Kjós veiddist í Klingenberg. Mynd: Hreggnasi FB Laxá í Kjós opnaði fyrir veiði á laugardaginn í því sem mætti kalla einhverjar erfiðustu aðstæður opnunar í henni fyrr og síðar. Þeir sem hafa veitt í Kjósinni í háa herrans tíð muna ekki eftir öðru eins ástandi við Laxá en hún er afskaplega vatnslítil og erfið viðureignar fyrir veiðimenn sem standa við hana og freista þess að setja í lax. Þrátt fyrir erfið skilyrði við opnun náðist að setja í fyrsta lax sumarsins sem kom á land úr Klingenberg á svarta Frances en það var 84 sm grálúsugur nýgengin lax. Það virðist nokkuð af laxi vera að ganga þrátt fyrir vatnsleysið og það hafa sést laxar á stangli upp um alla á og eins í Bugðu. Laxá þarf engu að síður, eins og allar ár á suður og vesturlandi, sárlega á rigningu að halda en því miður er ekkert útlit fyrir neina úrkomu næstu vikuna í það minnsta og verri fréttir eru þær að um og eftir næstu helgi er spáð annari hitabylgju á vesturlandi svo það er ekki líklegt að vatnsstaðan í ánum batni í þessum mánuði. Mest lesið Þrír ættliðir í veiði taka þrjá laxa á sama klukkutímanum Veiði 160 urriðar í opnunarhollinu í Laxá í Mývatnssveit Veiði Láttu vöðlurnar endast lengur Veiði Hlaðvarp um veiði komið í loftið Veiði Urriðinn mættur við Kárastaði Veiði Fín veiði í frábæru veðri á fyrstu vakt í Laxá í Mý Veiði Mikið líf í Hítarvatni Veiði 90 sm hrygna við opnun Langár Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Flott sjóbleikja í Fögruhlíðarósi Veiði
Laxá í Kjós opnaði fyrir veiði á laugardaginn í því sem mætti kalla einhverjar erfiðustu aðstæður opnunar í henni fyrr og síðar. Þeir sem hafa veitt í Kjósinni í háa herrans tíð muna ekki eftir öðru eins ástandi við Laxá en hún er afskaplega vatnslítil og erfið viðureignar fyrir veiðimenn sem standa við hana og freista þess að setja í lax. Þrátt fyrir erfið skilyrði við opnun náðist að setja í fyrsta lax sumarsins sem kom á land úr Klingenberg á svarta Frances en það var 84 sm grálúsugur nýgengin lax. Það virðist nokkuð af laxi vera að ganga þrátt fyrir vatnsleysið og það hafa sést laxar á stangli upp um alla á og eins í Bugðu. Laxá þarf engu að síður, eins og allar ár á suður og vesturlandi, sárlega á rigningu að halda en því miður er ekkert útlit fyrir neina úrkomu næstu vikuna í það minnsta og verri fréttir eru þær að um og eftir næstu helgi er spáð annari hitabylgju á vesturlandi svo það er ekki líklegt að vatnsstaðan í ánum batni í þessum mánuði.
Mest lesið Þrír ættliðir í veiði taka þrjá laxa á sama klukkutímanum Veiði 160 urriðar í opnunarhollinu í Laxá í Mývatnssveit Veiði Láttu vöðlurnar endast lengur Veiði Hlaðvarp um veiði komið í loftið Veiði Urriðinn mættur við Kárastaði Veiði Fín veiði í frábæru veðri á fyrstu vakt í Laxá í Mý Veiði Mikið líf í Hítarvatni Veiði 90 sm hrygna við opnun Langár Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Flott sjóbleikja í Fögruhlíðarósi Veiði