Laxateljari kominn í gagnið í Langadalsá Karl Lúðvíksson skrifar 18. júní 2019 09:36 Nýr laxateljari í Langadalsá Mynd: Kristín Margrét Ein best leiðin til að fylgjast með heilbrigði ársvæða er að hafa í þeim laxateljara en tækni í þeim búnaði hefur fleygt fram síðustu ár. Það eru nokkuð margar ár á landinu með laxateljara og nú var Langadalsá að bætast í þann hóp þegar laxateljari var settur í ánna neðst í gljúfrunum en vinna í kringum þetta hefur staðið yfir í nokkurn tíma. Teljarinn er oðrinn virkur og nú er unnið að því að efla nettengingu svo hægt sé að fylgjast með göngum í ánna á heimasíðu Riverwatcher. Teljarinn er búinn myndbandstökubúnaði sem tekur myndbönd af öllum fiski sem gengur upp í gegnum hann og í allri umræðu um eldislaxa sem gætu gengið upp í árnar á svæðinu er þetta án efa besta tól sem sker út um hvort hann gangi upp og þá í hversu miklu magni verði slysasleppingar í djúpinu. Athygli veiðimanna í Langadalsá er beint að því að samkvæmt lögum þá gildir veiðibann að lágmarki 30 metrum fyrir neðan teljara og 20 metrum fyrir ofan. Veiðifélag Langadalsár mun væntanlega setja skýrar reglur hvað þetta varðar fyrir sumarið en veiði hefst þann 24. júní. Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Eystri Rangá komin í 2.050 laxa Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Fengu væna sjóbirtinga á Pheasant Tail Veiði
Ein best leiðin til að fylgjast með heilbrigði ársvæða er að hafa í þeim laxateljara en tækni í þeim búnaði hefur fleygt fram síðustu ár. Það eru nokkuð margar ár á landinu með laxateljara og nú var Langadalsá að bætast í þann hóp þegar laxateljari var settur í ánna neðst í gljúfrunum en vinna í kringum þetta hefur staðið yfir í nokkurn tíma. Teljarinn er oðrinn virkur og nú er unnið að því að efla nettengingu svo hægt sé að fylgjast með göngum í ánna á heimasíðu Riverwatcher. Teljarinn er búinn myndbandstökubúnaði sem tekur myndbönd af öllum fiski sem gengur upp í gegnum hann og í allri umræðu um eldislaxa sem gætu gengið upp í árnar á svæðinu er þetta án efa besta tól sem sker út um hvort hann gangi upp og þá í hversu miklu magni verði slysasleppingar í djúpinu. Athygli veiðimanna í Langadalsá er beint að því að samkvæmt lögum þá gildir veiðibann að lágmarki 30 metrum fyrir neðan teljara og 20 metrum fyrir ofan. Veiðifélag Langadalsár mun væntanlega setja skýrar reglur hvað þetta varðar fyrir sumarið en veiði hefst þann 24. júní.
Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Eystri Rangá komin í 2.050 laxa Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Fengu væna sjóbirtinga á Pheasant Tail Veiði