40 laxa dagar í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 29. júlí 2019 12:00 Veiðin í Ytri virðist vera farin loksins af stað. Mynd: KL Ytri Rangá er misfljót að fara í gang á sumrin og þetta sumarið fór hægt af stað en það er loksins að lifna yfir ánni. Það hefur alveg gerst að hún hafi ekki farið í fyrr en um lok júlí og hún hafi svo átt gott sumar og það er vonandi að það verið þannig í sumar en hækkandi veiðitölur benda til þess að hún sé að fara í gang. Besti dagurinn í sumar var í vikunni en þá náðust 40 laxar yfir daginn og þegar Ytri Rangá fer að gefa hátt í 50 laxa á dag eru tölurnar fljótar upp. Vikurtölur síðasta miðvikudag voru 467 laxar en á því skriði sem áinn virðist loksins vera komin á verður hún líklega næsta laxveiðiáin sem fer upp í 1.000 laxa nema Miðfjarðará verði fyrri til en veiðin þar hefur að sama skapi tekið smá kipp og er hún komin í 493 laxa. Mest lesið Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði 20-30 urriðar á dag á ION svæðinu Veiði 177 laxar komnir úr Affallinu Veiði Stóra-Laxá endaði í 673 löxum - megninu sleppt Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Refaveiðar í uppáhaldi hjá Maríu Veiði Ert þú með innlegg í umræðuna um rjúpnaveiðar? Veiði Þrjár konur kosnar í stjórn SVFR Veiði Langá á Mýrum áfram hjá SVFR Veiði Risaurriði veiddist í Grænavatni Veiði
Ytri Rangá er misfljót að fara í gang á sumrin og þetta sumarið fór hægt af stað en það er loksins að lifna yfir ánni. Það hefur alveg gerst að hún hafi ekki farið í fyrr en um lok júlí og hún hafi svo átt gott sumar og það er vonandi að það verið þannig í sumar en hækkandi veiðitölur benda til þess að hún sé að fara í gang. Besti dagurinn í sumar var í vikunni en þá náðust 40 laxar yfir daginn og þegar Ytri Rangá fer að gefa hátt í 50 laxa á dag eru tölurnar fljótar upp. Vikurtölur síðasta miðvikudag voru 467 laxar en á því skriði sem áinn virðist loksins vera komin á verður hún líklega næsta laxveiðiáin sem fer upp í 1.000 laxa nema Miðfjarðará verði fyrri til en veiðin þar hefur að sama skapi tekið smá kipp og er hún komin í 493 laxa.
Mest lesið Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði 20-30 urriðar á dag á ION svæðinu Veiði 177 laxar komnir úr Affallinu Veiði Stóra-Laxá endaði í 673 löxum - megninu sleppt Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Refaveiðar í uppáhaldi hjá Maríu Veiði Ert þú með innlegg í umræðuna um rjúpnaveiðar? Veiði Þrjár konur kosnar í stjórn SVFR Veiði Langá á Mýrum áfram hjá SVFR Veiði Risaurriði veiddist í Grænavatni Veiði