Talið niður í vorveiðina Karl Lúðvíksson skrifar 14. janúar 2019 11:56 Þegar litið er út um gluggann í dag er kannski fátt sem ætti að minna á veiði og veiðiskap en það er samt þannig að nú telja veiðimenn niður í fyrstu veiði ársins. Vorveiðin hefst 1. apríl og þá er mestur straumurinn í sjóbirtingsveiðina en urriðaveiðin á Þingvöllum er þó farin að verða með vinsælustu veiðisvæðunum í apríl og maí. Það er mikil ásókn í þau veiðisvæði sem eru með þeim bestu og nægir þar að nefna sjóbirtingssvæðin við Kirkjubæjarklaustur en eins er mikið sótt í t.d. Litluá, Húseyjakvísl, Minnivallalæk, Varmá, Laxá í Kjós og Heiðarvatn. Þetta er líka sá tími ársins þegar veiðimenn eru að bóka sína daga í aðra veiði eins og laxveiðina en bestu árnar eru margar hverjar að verða vel seldar og júlíleyfi eru með öllu að verða ófáanleg. Það styttist hratt í að veiðimenn og veiðikonur landsins fari aftur í vöðlurnar eftir vetrarhvíld en það er rétt tveir og hálfur mánuður í að gleðin byrji aftur og það líður hratt þegar spennan er mikil. Mest lesið Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Rjúpnahelgi framundan Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Fékk 4 kílóa urriða í Galtalæk Veiði Veiðimenn langþreyttir á veðrinu Veiði Íslenskir veiðimenn í útrás Veiði Laxinn mættur í Ytri Rangá Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið á sölustaði Veiði
Þegar litið er út um gluggann í dag er kannski fátt sem ætti að minna á veiði og veiðiskap en það er samt þannig að nú telja veiðimenn niður í fyrstu veiði ársins. Vorveiðin hefst 1. apríl og þá er mestur straumurinn í sjóbirtingsveiðina en urriðaveiðin á Þingvöllum er þó farin að verða með vinsælustu veiðisvæðunum í apríl og maí. Það er mikil ásókn í þau veiðisvæði sem eru með þeim bestu og nægir þar að nefna sjóbirtingssvæðin við Kirkjubæjarklaustur en eins er mikið sótt í t.d. Litluá, Húseyjakvísl, Minnivallalæk, Varmá, Laxá í Kjós og Heiðarvatn. Þetta er líka sá tími ársins þegar veiðimenn eru að bóka sína daga í aðra veiði eins og laxveiðina en bestu árnar eru margar hverjar að verða vel seldar og júlíleyfi eru með öllu að verða ófáanleg. Það styttist hratt í að veiðimenn og veiðikonur landsins fari aftur í vöðlurnar eftir vetrarhvíld en það er rétt tveir og hálfur mánuður í að gleðin byrji aftur og það líður hratt þegar spennan er mikil.
Mest lesið Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Rjúpnahelgi framundan Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Fékk 4 kílóa urriða í Galtalæk Veiði Veiðimenn langþreyttir á veðrinu Veiði Íslenskir veiðimenn í útrás Veiði Laxinn mættur í Ytri Rangá Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið á sölustaði Veiði