Fín veiði í Tungulæk Karl Lúðvíksson skrifar 17. apríl 2019 12:49 Flottur sjóbirtingur úr Tungulæk þetta vorið en veiðin er komin í um 400 fiska. Mynd: Tungulækur FB Tungulækur er mjög vinsælt og gjöfult sjóbirtingssvæði og af aflabrögðum að dæma hefur verið gaman þar í vor. Frá 15. apríl hafa veiðst og verið sleppt aftur um 400 sjóbirtingar sem er feyknagóð veiði á ekki lengri tíma en komið er. Þetta er í takt við margar af ánum fyrir austan þar sem veiðimenn segja mun meira af fiski vera í ánum og fleiri vænir sést og veiðst en menn rekur minni til. Það má segja að hápunktinum í vorveiði á sjóbirting verði náð á næstu tveimur vikum kannski inní þriðju vikuna en eftir það fer oft mestur krafturinn úr veiðinni en það er þó ekkert sem hægt er að fullyrða. Sum árin þegar kalt er í lofti fer fiskurinn síðar úr ánum og þá er oft með góðu hægt að gera fína veiði til enda maí. Mest lesið 104 sm stórlax á land í Stóru Laxá Veiði Norskur eldislax ógn við Íslenska laxastofna Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Lokatölur komnar úr Veiðivötnum Veiði Af Hofsá í Skagafirði Veiði Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði Bleikjan að vaka í Vifilstaðavatni Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði
Tungulækur er mjög vinsælt og gjöfult sjóbirtingssvæði og af aflabrögðum að dæma hefur verið gaman þar í vor. Frá 15. apríl hafa veiðst og verið sleppt aftur um 400 sjóbirtingar sem er feyknagóð veiði á ekki lengri tíma en komið er. Þetta er í takt við margar af ánum fyrir austan þar sem veiðimenn segja mun meira af fiski vera í ánum og fleiri vænir sést og veiðst en menn rekur minni til. Það má segja að hápunktinum í vorveiði á sjóbirting verði náð á næstu tveimur vikum kannski inní þriðju vikuna en eftir það fer oft mestur krafturinn úr veiðinni en það er þó ekkert sem hægt er að fullyrða. Sum árin þegar kalt er í lofti fer fiskurinn síðar úr ánum og þá er oft með góðu hægt að gera fína veiði til enda maí.
Mest lesið 104 sm stórlax á land í Stóru Laxá Veiði Norskur eldislax ógn við Íslenska laxastofna Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Lokatölur komnar úr Veiðivötnum Veiði Af Hofsá í Skagafirði Veiði Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði Bleikjan að vaka í Vifilstaðavatni Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði