Veiðitímanum að ljúka í vötnunum Karl Lúðvíksson skrifar 19. september 2018 11:24 Urriðinn tekur oft vel í ljósaskiptunum á kvöldin. Mynd: www.veida.is Veiði er lokið í flestum vötnum en þó ekki öllum og sum þeirra geta gefið góða veiði síðustu dagana. Veiði er lokið í Þingvallavatni og Elliðavatni sem dæmi en það mátti veiða til 15. september. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir að einhverjir hafi bleytt færi í vatninu en í gær voru til að mynda tveir veiðimenn við Öfugsnáða á Þingvöllum sem báru fyrir sig þekkingarleysi á veiðitímanum þegar þeir voru teknir tali. Handhafar Veiðikortsins geta séð inná heimasíðu kortsins veiðitímann í öllum þeim vötnum sem tilheyra kortinu og því til lítils að bera þessari afsökun fyrir sig. Þau vötn sem er vert að kíkja í á þessum tíma má til dæmis nefna Hraunsfjörð en þar er veitt til 30. september og getur þessi tími verið ágætur svo lengi sem það virðar vel. Í Haukadalsvatni er veitt til septemberloka og þar veiðist oft ágætlega af sjóbleikju þó langt sé liðið á september. Það er því vert að skoða hvort eitthvað af þínum vötnum sé ennþá opið og þá sérstaklega af það er urriði í vatninu. Eitt af þeim vötnum sem getur til að mynda gefið stóra urriða á þessum tíma er Kleifarvatn á Reykjanesi. Í ljósaskiptunum kemur stóri urriðinn úr dýpinu og uppá grynnra vatn í ætisleit. Það hefur líka veiðst ágætlega alveg fram í myrkur og það er vel þess virði að láta reyna á það því þetta eru urriðar sem oft eru í kringum 10-15 pund. Mest lesið Síðasta holl með 85 laxa í Kjósinni Veiði Korpa sjaldan litið betur út til veiða Veiði 6. júní hreinsunardagur Elliðaánna Veiði Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði Óvissa um Norðurá - Tilboðum SVFR hafnað Veiði Fín veiði og vænir fiskar í vinsælustu silungsvötnunum Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði 6 punda bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði Tók fyrsta laxinn sinn í Elliðaánum Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði
Veiði er lokið í flestum vötnum en þó ekki öllum og sum þeirra geta gefið góða veiði síðustu dagana. Veiði er lokið í Þingvallavatni og Elliðavatni sem dæmi en það mátti veiða til 15. september. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir að einhverjir hafi bleytt færi í vatninu en í gær voru til að mynda tveir veiðimenn við Öfugsnáða á Þingvöllum sem báru fyrir sig þekkingarleysi á veiðitímanum þegar þeir voru teknir tali. Handhafar Veiðikortsins geta séð inná heimasíðu kortsins veiðitímann í öllum þeim vötnum sem tilheyra kortinu og því til lítils að bera þessari afsökun fyrir sig. Þau vötn sem er vert að kíkja í á þessum tíma má til dæmis nefna Hraunsfjörð en þar er veitt til 30. september og getur þessi tími verið ágætur svo lengi sem það virðar vel. Í Haukadalsvatni er veitt til septemberloka og þar veiðist oft ágætlega af sjóbleikju þó langt sé liðið á september. Það er því vert að skoða hvort eitthvað af þínum vötnum sé ennþá opið og þá sérstaklega af það er urriði í vatninu. Eitt af þeim vötnum sem getur til að mynda gefið stóra urriða á þessum tíma er Kleifarvatn á Reykjanesi. Í ljósaskiptunum kemur stóri urriðinn úr dýpinu og uppá grynnra vatn í ætisleit. Það hefur líka veiðst ágætlega alveg fram í myrkur og það er vel þess virði að láta reyna á það því þetta eru urriðar sem oft eru í kringum 10-15 pund.
Mest lesið Síðasta holl með 85 laxa í Kjósinni Veiði Korpa sjaldan litið betur út til veiða Veiði 6. júní hreinsunardagur Elliðaánna Veiði Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði Óvissa um Norðurá - Tilboðum SVFR hafnað Veiði Fín veiði og vænir fiskar í vinsælustu silungsvötnunum Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði 6 punda bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði Tók fyrsta laxinn sinn í Elliðaánum Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði