Góð opnun Laxár í Kjós Karl Lúðvíksson skrifar 17. júní 2018 13:00 Tekist á við lax við Opnun Laxár í Kjós á föstudaginn. Mynd: Hreggnasi FB Veiðar hófust í Laxá í Kjós á föstudaginn og þar sem og annars staðar var heldur kalt við ána en veiðin var engu að síður góð. "Opnunnarhollið líkur veiðum á hádegi í dag og það eru komnir tuttugu og fimm laxar á land" sagði Haraldur Eiríksson hjá Hreggnasa í samtali við Veiðivísi í dag. "Það er farið að bera á mjög vel höldnum smálaxi en uppistaðan í aflanum í þessu holli var gríðarlega fallegur og vel haldinn tveggja ára lax" bætir Haraldur við. Vatnið í ánni var eðlilegt miðað við árstíma og er fiskur kominn á og farinn að veiðast á öllum svæðum nema Bugðu. Það er vel þekkt að lax veiðist fyrstu dagana mjög ofarlega í ánni enda er sem fyrstu laxarnir sem mæti taki ánna á hraðferð og það eru jafnvel dæmi um að laxar hafi verið að veiðast í Stekkjarfljóti á fyrstu dögunum sem er einn af efri veiðistöðunum í ánni. Mest lesið Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Helgarviðtalið: Landaði laxinum með hægri og bóndanum með vinstri Veiði Veiðifélaginn sparkaði fiskinum af önglinum Veiði Pálmi Gunnars og félagar leigja Eldvatn Veiði Veiðin 2012: „Ár vonbrigðanna" Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Vorhátið SVAK verður haldin næstu helgi Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði
Veiðar hófust í Laxá í Kjós á föstudaginn og þar sem og annars staðar var heldur kalt við ána en veiðin var engu að síður góð. "Opnunnarhollið líkur veiðum á hádegi í dag og það eru komnir tuttugu og fimm laxar á land" sagði Haraldur Eiríksson hjá Hreggnasa í samtali við Veiðivísi í dag. "Það er farið að bera á mjög vel höldnum smálaxi en uppistaðan í aflanum í þessu holli var gríðarlega fallegur og vel haldinn tveggja ára lax" bætir Haraldur við. Vatnið í ánni var eðlilegt miðað við árstíma og er fiskur kominn á og farinn að veiðast á öllum svæðum nema Bugðu. Það er vel þekkt að lax veiðist fyrstu dagana mjög ofarlega í ánni enda er sem fyrstu laxarnir sem mæti taki ánna á hraðferð og það eru jafnvel dæmi um að laxar hafi verið að veiðast í Stekkjarfljóti á fyrstu dögunum sem er einn af efri veiðistöðunum í ánni.
Mest lesið Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Helgarviðtalið: Landaði laxinum með hægri og bóndanum með vinstri Veiði Veiðifélaginn sparkaði fiskinum af önglinum Veiði Pálmi Gunnars og félagar leigja Eldvatn Veiði Veiðin 2012: „Ár vonbrigðanna" Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Vorhátið SVAK verður haldin næstu helgi Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði