Það eru stórir fiskar í Kleifarvatni Karl Lúðvíksson skrifar 13. maí 2018 09:57 Kleifarvatn er mörgum veiðimanninum dulin ráðgáta því sama hvað þeir fara oft í vatnið aldrei tekur fiskur. Svo berast fréttir og veiðimenn deila myndum af veiði í vatninu og fer þá hver að spyrja sig hver munurinn á aðferðum til veiðanna sé. Málið er að aðferðirnar eru yfirleitt ekki svo frábrugðnar heldur tími dags sem veitt er. Veiðin í Kleifarvatni er nefnilega langsamlega best seint á kvöldin og helst á björtum nóttum eins og núna. Það getur verið mjög gaman við vatnið um miðnætti á sumarnóttum þegar það er logn því þá eru mestar líkur á að sjá þessa stóru fiska sem þá sýna sig í vatninu. Það er eins og stóru fiskarnir komi upp úr dýpinu á kvöldin og þá eru þeir að stökkva á spúna, maðk og straumflugur veiðimanna. Þetta er í raun ekkert ósvipað því að veiða í Veiðivötnum hvað aðferðir mætir að því undanskildu að öll notkun á makríl er auðvitað bönnuð. Þeir sem veiða vel í vatninu veiða mest á kvöldin og á nóttunni og það hefur ekki einn staður verið eitthvað betri en annar heldur er þetta auðvitað oft svolítil heppni að vera á réttum stað hverju sinni þegar fiskurinn er í ætisleit. Svo er líka málið að það þarf oft ekkert að kasta langt út því hann kemur oft æði nærri landi og þá sjást boðaföllin vel þegar til dæmis urriðinn eltir síli stundum ekki nema 8-10 metra frá landi. Mest lesið 116 sm laxinn í Kjarrá engin lygasaga Veiði Rjúpnaveiðin fór ágætlega af stað Veiði Ný bók um rjúpnaveiði Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði 101 sm sjóbirtingur úr Húseyjakvísl Veiði Blanda I að verða uppseld Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Stutt í 3.000 laxa í Eystri Rangá Veiði Hlíðarvatn komið í sinn gamla góða gír Veiði Lax í Elliðaám Veiði
Kleifarvatn er mörgum veiðimanninum dulin ráðgáta því sama hvað þeir fara oft í vatnið aldrei tekur fiskur. Svo berast fréttir og veiðimenn deila myndum af veiði í vatninu og fer þá hver að spyrja sig hver munurinn á aðferðum til veiðanna sé. Málið er að aðferðirnar eru yfirleitt ekki svo frábrugðnar heldur tími dags sem veitt er. Veiðin í Kleifarvatni er nefnilega langsamlega best seint á kvöldin og helst á björtum nóttum eins og núna. Það getur verið mjög gaman við vatnið um miðnætti á sumarnóttum þegar það er logn því þá eru mestar líkur á að sjá þessa stóru fiska sem þá sýna sig í vatninu. Það er eins og stóru fiskarnir komi upp úr dýpinu á kvöldin og þá eru þeir að stökkva á spúna, maðk og straumflugur veiðimanna. Þetta er í raun ekkert ósvipað því að veiða í Veiðivötnum hvað aðferðir mætir að því undanskildu að öll notkun á makríl er auðvitað bönnuð. Þeir sem veiða vel í vatninu veiða mest á kvöldin og á nóttunni og það hefur ekki einn staður verið eitthvað betri en annar heldur er þetta auðvitað oft svolítil heppni að vera á réttum stað hverju sinni þegar fiskurinn er í ætisleit. Svo er líka málið að það þarf oft ekkert að kasta langt út því hann kemur oft æði nærri landi og þá sjást boðaföllin vel þegar til dæmis urriðinn eltir síli stundum ekki nema 8-10 metra frá landi.
Mest lesið 116 sm laxinn í Kjarrá engin lygasaga Veiði Rjúpnaveiðin fór ágætlega af stað Veiði Ný bók um rjúpnaveiði Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði 101 sm sjóbirtingur úr Húseyjakvísl Veiði Blanda I að verða uppseld Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Stutt í 3.000 laxa í Eystri Rangá Veiði Hlíðarvatn komið í sinn gamla góða gír Veiði Lax í Elliðaám Veiði