102 sm hængur úr Vatnsdalsá Karl Lúðvíksson skrifar 3. september 2018 08:51 Sturla með 102 sm laxinn úr Hnausastreng Mynd: Reiða Öndin FB Nú er haustið að detta inn og ákveðinn ró að færast yfir laxveiðina en það skyldi þó engin halda að það sé ekki gaman að vera á bakkanum þessa dagana. Haustið færir okkur nefnilega þann tíma þegar stóru hængarnir fara á stjá og það fara líklega að berast fréttir reglulega úr ánum næstu vikur af stórum löxum sem eru að stökkva á flugur veiðimanna. Vatnsdalsá er ein af þessum ám þar sem nokkrir laxar yfir 100 sm veiðast á hverju hausti og oft nokkrir. Í gær veiddist einn slíkur en það var Sturla Birgisson sem veiddi hann. Laxinn veiddist í einum frægasta stórlaxastað landsins, Hnausastreng, og var mældur 102 sm og síðan sleppt aftur eins og reglur gera ráð fyrir. Það tók 30 mínútur að landa tröllinu sem tók verulega á eins og gefur að skilja. Við bíðum spennt eftir frekari fregnum af stórlöxum úr Vatnsdalnum. Mest lesið Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Veiði Þrír mánuðir til stefnu Veiði Margar skytturnar í góðri veiði í morgun Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Síðustu fjögur holl fóru öll yfir 100 laxa Veiði Skemmtileg vefsíða um tölfræði í laxveiði Veiði
Nú er haustið að detta inn og ákveðinn ró að færast yfir laxveiðina en það skyldi þó engin halda að það sé ekki gaman að vera á bakkanum þessa dagana. Haustið færir okkur nefnilega þann tíma þegar stóru hængarnir fara á stjá og það fara líklega að berast fréttir reglulega úr ánum næstu vikur af stórum löxum sem eru að stökkva á flugur veiðimanna. Vatnsdalsá er ein af þessum ám þar sem nokkrir laxar yfir 100 sm veiðast á hverju hausti og oft nokkrir. Í gær veiddist einn slíkur en það var Sturla Birgisson sem veiddi hann. Laxinn veiddist í einum frægasta stórlaxastað landsins, Hnausastreng, og var mældur 102 sm og síðan sleppt aftur eins og reglur gera ráð fyrir. Það tók 30 mínútur að landa tröllinu sem tók verulega á eins og gefur að skilja. Við bíðum spennt eftir frekari fregnum af stórlöxum úr Vatnsdalnum.
Mest lesið Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Veiði Þrír mánuðir til stefnu Veiði Margar skytturnar í góðri veiði í morgun Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Síðustu fjögur holl fóru öll yfir 100 laxa Veiði Skemmtileg vefsíða um tölfræði í laxveiði Veiði