25 punda stórlax af Nessvæðinu Karl Lúðvíksson skrifar 10. september 2018 14:00 Árni og 24 punda laxinn. Mynd: Laxá Nesi FB Nessvæðið á sína blómlegu stórlaxadaga í september og þrátt fyrir að heildarveiðin hafi verið heldur róleg er það ekki magnið sem dregur veiðimenn á svæðið. Á þessum tíma eins og þekkt er eru stóru hængarnir oft ansi grimmir á flugur veiðimanna og það er nákvæmlega það sem veiðimenn eru að sækjast í þegar þeir heimsækja veiðisvæðið í Laxá kennt við Nes. Það eru líklega fá veiðisvæði á landinu sem bæta jafn mörgum veiðimönnum í 20 punda klúbbinn og þarna eru oft stærstu laxar þú átt nokkurn tímann eftir að setja í á þínum veiðiferli. Margar sögur eru til af veiðimönnum sem setja í "eitthvað stórt" sem aldrei sást eða sýndi sig en sleit eftir snarpa baráttu. Þarna hafa verið dregnir á þurrt laxar nálægt 30 pundum og sumir sem þekkja þetta svæði vel fullyrða að þar séu jafnvel stærri laxar. Í gær var svo bætt við einum 25 punda laxa sem veiddist á Grundarhorni en þar hafa nokkrir sígvænir komið á land í haust. Þessi var vigtaður 25 pund og hann var mældur 102 sm langur. Veiðimaðurinn var Árni Geir og það er ekki annað sjá á meðfylgjandi mynd en að hann sé kátur með fenginn. Laxinum var að sjálfsögðu sleppt að lokinni viðureign. Mest lesið Laxveiðin af stað með hvelli Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Kynning á veiðisvæðum Þjórsár Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Blanda komin í góðann gír Veiði Laxinn mættur í Lýsuna Veiði Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Veiðir ufsa á flugustöng við Ægissíðuna Veiði
Nessvæðið á sína blómlegu stórlaxadaga í september og þrátt fyrir að heildarveiðin hafi verið heldur róleg er það ekki magnið sem dregur veiðimenn á svæðið. Á þessum tíma eins og þekkt er eru stóru hængarnir oft ansi grimmir á flugur veiðimanna og það er nákvæmlega það sem veiðimenn eru að sækjast í þegar þeir heimsækja veiðisvæðið í Laxá kennt við Nes. Það eru líklega fá veiðisvæði á landinu sem bæta jafn mörgum veiðimönnum í 20 punda klúbbinn og þarna eru oft stærstu laxar þú átt nokkurn tímann eftir að setja í á þínum veiðiferli. Margar sögur eru til af veiðimönnum sem setja í "eitthvað stórt" sem aldrei sást eða sýndi sig en sleit eftir snarpa baráttu. Þarna hafa verið dregnir á þurrt laxar nálægt 30 pundum og sumir sem þekkja þetta svæði vel fullyrða að þar séu jafnvel stærri laxar. Í gær var svo bætt við einum 25 punda laxa sem veiddist á Grundarhorni en þar hafa nokkrir sígvænir komið á land í haust. Þessi var vigtaður 25 pund og hann var mældur 102 sm langur. Veiðimaðurinn var Árni Geir og það er ekki annað sjá á meðfylgjandi mynd en að hann sé kátur með fenginn. Laxinum var að sjálfsögðu sleppt að lokinni viðureign.
Mest lesið Laxveiðin af stað með hvelli Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Kynning á veiðisvæðum Þjórsár Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Blanda komin í góðann gír Veiði Laxinn mættur í Lýsuna Veiði Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Veiðir ufsa á flugustöng við Ægissíðuna Veiði