Lax að stökkva á Breiðunni í Langá Karl Lúðvíksson skrifar 28. maí 2018 08:58 Nú eru fréttir að berast af góðri opnun laxveiðisumarsins en 10 laxar komu á land við Urriðafoss í gær og laxar eru farnir að sýna sig víða. Það hefur til dæmis sést lax í Deildará fyrir norðan sem er óvenju snemmt fyrir hana. Lax hefur sést fyrir all nokkru í Laxá í Kjós, Norðurá og nú síðast sáust laxar renna sér upp í Þverá og laxar sáust stökkva í á sem hefur hingað til verið í síðsumars flokknum. Einar Baldursson leiðsögumaður var með lítinn hóp erlendra ferðamanna á vesturlandi í gær og stoppaði meðal annars við fossinn Skugga í Langá til að leyfa þeim að mynda umhverfið og fossinn. Á meðan hópurinn var að mynda stukku alla vega tveir laxar á Breiðunni en það er ansi snemmt fyrir Langá að sýna laxa á þessum tíma. Áin var eitt sinn kölluð dæmigerð síðsumarsá en það hefur breyst síðustu árin. Í fyrra voru til að mynda komnir um 100 laxar í gegnum teljarann fyrstu dagana eftir að teljarinn fór niður 11. júní og var veiðin strax á fyrstu dögum alveg hreint með ágætum. Það eru þess vegna spennandi að sjá hvernig fyrstu hollunum vegnir í ánni í sumar. Mest lesið Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Veiði Þrír mánuðir til stefnu Veiði Margar skytturnar í góðri veiði í morgun Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Síðustu fjögur holl fóru öll yfir 100 laxa Veiði Ytri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði
Nú eru fréttir að berast af góðri opnun laxveiðisumarsins en 10 laxar komu á land við Urriðafoss í gær og laxar eru farnir að sýna sig víða. Það hefur til dæmis sést lax í Deildará fyrir norðan sem er óvenju snemmt fyrir hana. Lax hefur sést fyrir all nokkru í Laxá í Kjós, Norðurá og nú síðast sáust laxar renna sér upp í Þverá og laxar sáust stökkva í á sem hefur hingað til verið í síðsumars flokknum. Einar Baldursson leiðsögumaður var með lítinn hóp erlendra ferðamanna á vesturlandi í gær og stoppaði meðal annars við fossinn Skugga í Langá til að leyfa þeim að mynda umhverfið og fossinn. Á meðan hópurinn var að mynda stukku alla vega tveir laxar á Breiðunni en það er ansi snemmt fyrir Langá að sýna laxa á þessum tíma. Áin var eitt sinn kölluð dæmigerð síðsumarsá en það hefur breyst síðustu árin. Í fyrra voru til að mynda komnir um 100 laxar í gegnum teljarann fyrstu dagana eftir að teljarinn fór niður 11. júní og var veiðin strax á fyrstu dögum alveg hreint með ágætum. Það eru þess vegna spennandi að sjá hvernig fyrstu hollunum vegnir í ánni í sumar.
Mest lesið Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Veiði Þrír mánuðir til stefnu Veiði Margar skytturnar í góðri veiði í morgun Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Síðustu fjögur holl fóru öll yfir 100 laxa Veiði Ytri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði