Eftir fimm daga hefst veiðin að nýju Karl Lúðvíksson skrifar 26. mars 2018 09:32 Mynd úr safni Veiðimenn landsins telja nú niður síðustu dagana áður en veiðitímabilið hefst að nýju en sem fyrr byrjar ballið 1. apríl. Þau veiðisvæði sem opna fyrst eru gjarnan þau svæði þar sem um sjóbirtingsveiði er að ræða og hefur ásókn í þá veiði aukist nokkuð síðustu ár. Svæðin í Skaftafellssýslu og þar um kring eru þau mest sóttu enda úrvalið af svæðum þar líka einna mest. Mikið er sótt í voruveiði í hinum ýmsu ám eins og Laxá í Kjós, Grímsá og Húseyjakvísl bara svo nokkrar séu nefndar en miðað við veðurfar og kulda verður ís sennilega ekki laveg farin af ánum fyrir opnun. Einhver vötn opna á þessum tíma en síðan þegar líður á apríl opna fleiri svæði og um eða eftir 1. maí er silungsveiðin komin á fullt í flestum landshlutum. Framboð veiðileyfa er mikið og úrvalið gott. Það er nokkuð misjafnt milli veiðileyfasala hvað er laust af leyfum en góðir dagar eru víða lausir í bestu árnar og skýringin þar liggur að einhverju leiti í fækkun erlendra veiðimanna sem og að innlendir veiðimenn sitja á sér þangað til fyrstu dagarnir eru farnir í gang í laxveiðiánum. Þá má gjarnan sjá í hvað stefnir í sumar og um leið og getspakir menn sjá gott sumar í vændum eru þessir lausu dagar jafnan fljótir að fara. Mest lesið Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Mikið líf við Elliðavatn Veiði Flugan sem fiskurinn tekur aldrei Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði
Veiðimenn landsins telja nú niður síðustu dagana áður en veiðitímabilið hefst að nýju en sem fyrr byrjar ballið 1. apríl. Þau veiðisvæði sem opna fyrst eru gjarnan þau svæði þar sem um sjóbirtingsveiði er að ræða og hefur ásókn í þá veiði aukist nokkuð síðustu ár. Svæðin í Skaftafellssýslu og þar um kring eru þau mest sóttu enda úrvalið af svæðum þar líka einna mest. Mikið er sótt í voruveiði í hinum ýmsu ám eins og Laxá í Kjós, Grímsá og Húseyjakvísl bara svo nokkrar séu nefndar en miðað við veðurfar og kulda verður ís sennilega ekki laveg farin af ánum fyrir opnun. Einhver vötn opna á þessum tíma en síðan þegar líður á apríl opna fleiri svæði og um eða eftir 1. maí er silungsveiðin komin á fullt í flestum landshlutum. Framboð veiðileyfa er mikið og úrvalið gott. Það er nokkuð misjafnt milli veiðileyfasala hvað er laust af leyfum en góðir dagar eru víða lausir í bestu árnar og skýringin þar liggur að einhverju leiti í fækkun erlendra veiðimanna sem og að innlendir veiðimenn sitja á sér þangað til fyrstu dagarnir eru farnir í gang í laxveiðiánum. Þá má gjarnan sjá í hvað stefnir í sumar og um leið og getspakir menn sjá gott sumar í vændum eru þessir lausu dagar jafnan fljótir að fara.
Mest lesið Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Mikið líf við Elliðavatn Veiði Flugan sem fiskurinn tekur aldrei Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði