147 laxar á einum degi Karl Lúðvíksson skrifar 4. ágúst 2018 11:49 Eystri Rangá er greinilega að fá sterkar göngur inn þessa dagana enda bera veiðitölurnar úr henni þess greinilega merki. "Það hafa verið afskaplega góðar göngur í ána og það hefur heldur betur skilað sér í betri veiði. Til að mynda veiddust hér fyrir stuttu 147 laxar á einum degi og hafa sumar stangirnar verið að fá þetta 15-20 laxa á dag nokkuð auðveldlega" sagði Einar Lúðvíksson í samtali við Veiðivísi. Siðasta miðvikudag var heildarveiðin komin í 1.367 laxa en þá voru vikulegar veiðitölur uppfærðar á vefnum. Síðan hefur veiðin verið með afbrigðum góð og hún verður líklega mjög nálægt 2.000 löxum þegar vikutölurnar verða uppfærðar næst. Nokkrir lausir dagar eru í boði í ágúst á vefnum hjá Lax-Á og líklega er eftirspurn eftir lausum dögum þar nokkuð mikil núna þegar veiðin er jafn góð og hún er. Mest lesið Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Fyrsti lax sumarsins kominn á land í Ytri Rangá Veiði Miklir möguleikar í vetrarveiði á Íslandi Veiði Fjórir í framboði fyrir þrjú sæti í stjórn SVFR Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Fín byrjun í Straumfjarðará Veiði 1-2 metra þykkur ís á mörgum vötnum norðan- og vestanlands Veiði Augljóslega mikil andstaða hjá veiðimönnum við sjókvíaeldi Veiði
Eystri Rangá er greinilega að fá sterkar göngur inn þessa dagana enda bera veiðitölurnar úr henni þess greinilega merki. "Það hafa verið afskaplega góðar göngur í ána og það hefur heldur betur skilað sér í betri veiði. Til að mynda veiddust hér fyrir stuttu 147 laxar á einum degi og hafa sumar stangirnar verið að fá þetta 15-20 laxa á dag nokkuð auðveldlega" sagði Einar Lúðvíksson í samtali við Veiðivísi. Siðasta miðvikudag var heildarveiðin komin í 1.367 laxa en þá voru vikulegar veiðitölur uppfærðar á vefnum. Síðan hefur veiðin verið með afbrigðum góð og hún verður líklega mjög nálægt 2.000 löxum þegar vikutölurnar verða uppfærðar næst. Nokkrir lausir dagar eru í boði í ágúst á vefnum hjá Lax-Á og líklega er eftirspurn eftir lausum dögum þar nokkuð mikil núna þegar veiðin er jafn góð og hún er.
Mest lesið Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Fyrsti lax sumarsins kominn á land í Ytri Rangá Veiði Miklir möguleikar í vetrarveiði á Íslandi Veiði Fjórir í framboði fyrir þrjú sæti í stjórn SVFR Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Fín byrjun í Straumfjarðará Veiði 1-2 metra þykkur ís á mörgum vötnum norðan- og vestanlands Veiði Augljóslega mikil andstaða hjá veiðimönnum við sjókvíaeldi Veiði