Mikið að sjá fyrir veiðimenn á Fluguveiðisýningunni í gær. Karl Lúðvíksson skrifar 22. mars 2018 17:25 Jón Þór Ólason, Karl Magnús og Hörður Birgir Hafsteinsson frá SVFR voru á sýningunni í gær Fjölmenni var á Íslensku fluguveiðisýningunni sem fram fór í gær, miðvikudag, í Háskólabíó. Dagskráin var fjölbreytt og má þar nefna að Klaus Frimor kynnti veiðar á steelhead, fluguhnýtarar, þar á meðal Skúli Kristins og Engilbert Jensen, sýndu listir sínar og veiðibúðir og veiðileyfasalar kynntu vörur sínar. Þá var áhugaverð málstofa um sjókvíaeldi og þar var meðal annarra í pallborði Jón Þór Ólason formaður stjórnar SVFR sem var harðorður í garð eldismanna og stjórnvalda og ljóst er að með nýjum formanni mun SVFR verða mikilvæg rödd í þeirri baráttu sem framundan er við þessa miklu vá. Fyrsta Iron Fly fluguhnýtingarkeppnin hér á landi var einnig haldin á hátíðinni og skapaðist mikil stemmning í kringum hana. Þar hnýttu keppendur m.a. með bundið um augu og fluguna Donald Trump. Gunnar Helgason stýrði dagskrá í sal og fór hann eins og ávallt á kostum. Kvöldinu lauk síðan með kvikmyndahátíðinni IF4. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum skemmtu gestir sér vel og ljóst er að spennan fyrir komandi veiðitímabili sem hefst eftir aðeins nokkra daga er mikil. Mest lesið Veiðimenn kvarta undan illa merktum laxveiðiám Veiði Veiðikvöld í Dalnum hjá SVFR Veiði 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði Fjórar stangir með 100 birtinga í Eldvatni Veiði Enn ein áin í útboð Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Íslendingar eiga strax að banna allt laxeldi í sjó Veiði
Fjölmenni var á Íslensku fluguveiðisýningunni sem fram fór í gær, miðvikudag, í Háskólabíó. Dagskráin var fjölbreytt og má þar nefna að Klaus Frimor kynnti veiðar á steelhead, fluguhnýtarar, þar á meðal Skúli Kristins og Engilbert Jensen, sýndu listir sínar og veiðibúðir og veiðileyfasalar kynntu vörur sínar. Þá var áhugaverð málstofa um sjókvíaeldi og þar var meðal annarra í pallborði Jón Þór Ólason formaður stjórnar SVFR sem var harðorður í garð eldismanna og stjórnvalda og ljóst er að með nýjum formanni mun SVFR verða mikilvæg rödd í þeirri baráttu sem framundan er við þessa miklu vá. Fyrsta Iron Fly fluguhnýtingarkeppnin hér á landi var einnig haldin á hátíðinni og skapaðist mikil stemmning í kringum hana. Þar hnýttu keppendur m.a. með bundið um augu og fluguna Donald Trump. Gunnar Helgason stýrði dagskrá í sal og fór hann eins og ávallt á kostum. Kvöldinu lauk síðan með kvikmyndahátíðinni IF4. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum skemmtu gestir sér vel og ljóst er að spennan fyrir komandi veiðitímabili sem hefst eftir aðeins nokkra daga er mikil.
Mest lesið Veiðimenn kvarta undan illa merktum laxveiðiám Veiði Veiðikvöld í Dalnum hjá SVFR Veiði 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði Fjórar stangir með 100 birtinga í Eldvatni Veiði Enn ein áin í útboð Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Íslendingar eiga strax að banna allt laxeldi í sjó Veiði