Lifnar yfir Ásgarði í Soginu Karl Lúðvíksson skrifar 2. september 2018 12:00 Það liggja vænir laxar í Soginu Mynd: Árni Baldursson FB Það hafa ekki borist margar fréttir af Soginu í sumar þrátt fyrir að þangað sé alltaf nokkur straumur veiðimanna. Það hafa þó borist fréttir af og til af Ásgarði og greinilegt að það er meiri lax á því svæði en var til dæmis í fyrra. Af fréttum frá Lax-Á sem er leigutaki svæðisins þá veiddust til að mynda 14 laxar í tveggja daga holli í lok ágúst á þrjár stangir ásamt því að töluvert af bleikju kom einnig á land. Það virðist vera nokkuð líf í Ásgarði og því líklegt að það sé sama saga af hinum bakkanum sem er kenndur við Bíldsfell. Við vitum af tveimur hópum sem voru í Bíldsfelli í ágúst sem sannarlega fengu einhverja veiði en af veiðibókunum að dæma hefur líklega gleymst að bóka þá fiska en þeir fengu þó veglega myndatöku á samfélagsmiðlum. September í Soginu er oft góður tími og það er einmitt þá sem stóri fiskurinn fer að taka. Nú eru tveir aðilar sem selja leyfi á aðalsvæðin í Soginu en það eru Lax-Á og SVFR en samkvæmt vefsölunni hjá báðum er nokkuð um lausa daga. Það er varla hægt að gera skemmtilegri veiði með stórlaxavon fyrir sanngjarnt verð svona stutt frá höfuðborginni. Mest lesið 7 komnir á land á fyrstu vakt í Laxá í Kjós Veiði Veiðimenn nær hættir að sleppa laxi í Fáskrúð í Dölum Veiði Norðurá: Yfirlýsing frá SVFR Veiði Sama veiði og 10. júlí í fyrra Veiði Mokveiðist í Tungulæk Veiði Takan í vötnunum dettur niður í kuldanum Veiði Taka kvótann á 4 stangir dag eftir dag Veiði Ein mest krefjandi en skemmtilegsta veiði sem þú finnur Veiði Ágætis byrjun í Elliðavatni Veiði Búið að sleppa 2.850 silungum í Reynisvatn Veiði
Það hafa ekki borist margar fréttir af Soginu í sumar þrátt fyrir að þangað sé alltaf nokkur straumur veiðimanna. Það hafa þó borist fréttir af og til af Ásgarði og greinilegt að það er meiri lax á því svæði en var til dæmis í fyrra. Af fréttum frá Lax-Á sem er leigutaki svæðisins þá veiddust til að mynda 14 laxar í tveggja daga holli í lok ágúst á þrjár stangir ásamt því að töluvert af bleikju kom einnig á land. Það virðist vera nokkuð líf í Ásgarði og því líklegt að það sé sama saga af hinum bakkanum sem er kenndur við Bíldsfell. Við vitum af tveimur hópum sem voru í Bíldsfelli í ágúst sem sannarlega fengu einhverja veiði en af veiðibókunum að dæma hefur líklega gleymst að bóka þá fiska en þeir fengu þó veglega myndatöku á samfélagsmiðlum. September í Soginu er oft góður tími og það er einmitt þá sem stóri fiskurinn fer að taka. Nú eru tveir aðilar sem selja leyfi á aðalsvæðin í Soginu en það eru Lax-Á og SVFR en samkvæmt vefsölunni hjá báðum er nokkuð um lausa daga. Það er varla hægt að gera skemmtilegri veiði með stórlaxavon fyrir sanngjarnt verð svona stutt frá höfuðborginni.
Mest lesið 7 komnir á land á fyrstu vakt í Laxá í Kjós Veiði Veiðimenn nær hættir að sleppa laxi í Fáskrúð í Dölum Veiði Norðurá: Yfirlýsing frá SVFR Veiði Sama veiði og 10. júlí í fyrra Veiði Mokveiðist í Tungulæk Veiði Takan í vötnunum dettur niður í kuldanum Veiði Taka kvótann á 4 stangir dag eftir dag Veiði Ein mest krefjandi en skemmtilegsta veiði sem þú finnur Veiði Ágætis byrjun í Elliðavatni Veiði Búið að sleppa 2.850 silungum í Reynisvatn Veiði