Heimildarmynd um afleiðingar sjókvíaeldis Karl Lúðvíksson skrifar 7. maí 2018 10:49 Sjókvíaeldi á laxi er mjög umdeilt um allan heim og hafa afleiðingar þess fyrir umhverfið verið að koma greinilega í ljós á síðustu árum. Þetta er eitt af hitamálunum á Íslandi í dag þar sem fyrirhugað eldi á norskum eldislaxi í sjókvíum á vestfjörðum virðist vera enn eitt mengunarsporið sem eigendur fyrirtækjana, sem eru norsk fyrirtæki, ætla að skilja eftir sig. Mörg sjónarmið hafa komið fram bæði frá talsmönnum eldisfyrirtækjana sem og þeim sem standa á móti sjókvíaeldi af þeirra stærðargráðu sem hefur verið rætt. Þorsteinn J. Vilhjálmsson hefur unnið heimildarmynd sem heitir "Undir yfirborðinu" þar sem m.a. er farið yfir þann skaða sem kvíaeldi hefur valdið í öðrum löndum. Í myndinni er skoðuð reynsla annara þjóða þegar kemur að sjókvíaeldi á laxi, viðtöl í Skotlandi, Noregi, Svíþjóð, Bandaríkjunum og á Íslandi. Allstaðar hafa sömu vandamál komið upp, tengd mengun frá sjókvíunum sjálfum og erfðablöndun við villta laxastofna þegar eldislaxinn sleppur. ,,Þetta er eitt stærsta umhverfismál á Íslandi hin síðari ár og snýr að verndun auðlinda, fjarðanna og villtu laxastofnanna. Það er ekki nokkur maður á móti laxeldi, frekar en hefðbundnum sjávarútvegi eða landbúnaði, málið snýst um aðferðirnar.’’ sagði Þorsteinn í samtali við Veiðivísi. ,,Ég held að það sé mikilvægt fyrir okkur að sjá þetta mál í stærra samhengi en semur nemur einhverjum deilum milli landsbyggðar og höfuðborgar á Íslandi. Við höfum tækifæri á að læra af reynslu annara þjóða og myndin útskýrir vel hvers vegna sjókvíaeldi á laxi er svona skaðlegt fyrir íslenska náttúru." Myndin er sýnd á sunnudaginn á RUV, kl. 20.15 og stikluna má sjá hér fyrir neðan. Mest lesið Fínn gangur í veiðinni í Ytri Rangá Veiði Ný veiðivesti hjá Veiðiflugum Veiði Bubbi og Klaus Frimor verða á Veiðimessu Veiði Af flugum, löxum og mönnum Veiði Rólegasta vor í manna minnum við Elliðavatn Veiði 9 laxar á land í Hítará Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni Veiði Ófrýnilegir úr undirdjúpum Veiði Veiðiferð með Veiðivísi í Ytri Rangá Veiði Ísbjörn tekur háf, stöng og fisk af veiðimanni! Veiði
Sjókvíaeldi á laxi er mjög umdeilt um allan heim og hafa afleiðingar þess fyrir umhverfið verið að koma greinilega í ljós á síðustu árum. Þetta er eitt af hitamálunum á Íslandi í dag þar sem fyrirhugað eldi á norskum eldislaxi í sjókvíum á vestfjörðum virðist vera enn eitt mengunarsporið sem eigendur fyrirtækjana, sem eru norsk fyrirtæki, ætla að skilja eftir sig. Mörg sjónarmið hafa komið fram bæði frá talsmönnum eldisfyrirtækjana sem og þeim sem standa á móti sjókvíaeldi af þeirra stærðargráðu sem hefur verið rætt. Þorsteinn J. Vilhjálmsson hefur unnið heimildarmynd sem heitir "Undir yfirborðinu" þar sem m.a. er farið yfir þann skaða sem kvíaeldi hefur valdið í öðrum löndum. Í myndinni er skoðuð reynsla annara þjóða þegar kemur að sjókvíaeldi á laxi, viðtöl í Skotlandi, Noregi, Svíþjóð, Bandaríkjunum og á Íslandi. Allstaðar hafa sömu vandamál komið upp, tengd mengun frá sjókvíunum sjálfum og erfðablöndun við villta laxastofna þegar eldislaxinn sleppur. ,,Þetta er eitt stærsta umhverfismál á Íslandi hin síðari ár og snýr að verndun auðlinda, fjarðanna og villtu laxastofnanna. Það er ekki nokkur maður á móti laxeldi, frekar en hefðbundnum sjávarútvegi eða landbúnaði, málið snýst um aðferðirnar.’’ sagði Þorsteinn í samtali við Veiðivísi. ,,Ég held að það sé mikilvægt fyrir okkur að sjá þetta mál í stærra samhengi en semur nemur einhverjum deilum milli landsbyggðar og höfuðborgar á Íslandi. Við höfum tækifæri á að læra af reynslu annara þjóða og myndin útskýrir vel hvers vegna sjókvíaeldi á laxi er svona skaðlegt fyrir íslenska náttúru." Myndin er sýnd á sunnudaginn á RUV, kl. 20.15 og stikluna má sjá hér fyrir neðan.
Mest lesið Fínn gangur í veiðinni í Ytri Rangá Veiði Ný veiðivesti hjá Veiðiflugum Veiði Bubbi og Klaus Frimor verða á Veiðimessu Veiði Af flugum, löxum og mönnum Veiði Rólegasta vor í manna minnum við Elliðavatn Veiði 9 laxar á land í Hítará Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni Veiði Ófrýnilegir úr undirdjúpum Veiði Veiðiferð með Veiðivísi í Ytri Rangá Veiði Ísbjörn tekur háf, stöng og fisk af veiðimanni! Veiði