Páfagarður vill hertar reglur um „siðlaust“ fjármálakerfi Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2018 11:34 Frans páfi hefur þótt frjálslyndari í sumum efnum en forverar hans. Páfagarður hefur nú gefið út yfirlýsingu sem virðist beint að afregluvæðingu fjármálakerfis heimsins. Vísir/AFP Efnahagskreppur eru sannanir þess að markaðir og fjármálakerfi hafi ekki reynst fær um að stjórna sjálfum sér og þörf er á siðferði og hertum reglum að mati Páfagarðs. Í opinberri yfirlýsingu gagnrýnir kaþólska kirkjan „glannalega og siðlausa menningu sóunar“. Skjöl sem þetta eru talin opinberar kenningar kaþólsku kirkjunnar. Tvær deildir Páfagarðs sömdu yfirlýsinguna sem er fimmtán blaðsíðna löng, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Páfagarður lýsir því yfir að hagnaður sem er aðeins hagnaðarins vegna en ekki til almannaheilla sé „ólögmætur“. Menning sóunar hafi skapað fámennisstjórnir í sumum löndum á sama tíma og mikill fjöldi fátæks fólks eigi sér engrar undankomu auðið. Ákveðum fjármálagjörningum er lýst sem „efnahagslegu mannáti“ í yfirlýsingu Páfagarðs. Sumar gerðir svonefndrar afleiða væru „tifandi tímasprengja sem er við það að springa fyrr eða seinna og eitra fyrir heilsu markaða“. Velferð meirihluta mannkynsins velti á mörkuðum og þeir verði að byggja á traustum siðferðislegum grunni til að hjálpa öllum, þar á meðal þeim sem búa við örbirgð. Gagnrýnir Páfagarður viðbrögð landa heims við efnahagskreppunni. Í stað þess að búa til nýtt efnahagskerfi virðist stefnan nú tekin á sömu brestina sem voru ríkjandi fyrir hrunið. Því kallar Páfagarður eftir hertum reglum. Ein helsta orsök efnahagshrunsins hafi verið „ósiðleg hegðun fulltrúa fjármálaheimsins“. Leggur hann til að skilja að viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi, koma þurfi á fót siðanefndum innan banka og kenna þurfi siðfræði í helstu viðskiptaskólum heims. Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Efnahagskreppur eru sannanir þess að markaðir og fjármálakerfi hafi ekki reynst fær um að stjórna sjálfum sér og þörf er á siðferði og hertum reglum að mati Páfagarðs. Í opinberri yfirlýsingu gagnrýnir kaþólska kirkjan „glannalega og siðlausa menningu sóunar“. Skjöl sem þetta eru talin opinberar kenningar kaþólsku kirkjunnar. Tvær deildir Páfagarðs sömdu yfirlýsinguna sem er fimmtán blaðsíðna löng, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Páfagarður lýsir því yfir að hagnaður sem er aðeins hagnaðarins vegna en ekki til almannaheilla sé „ólögmætur“. Menning sóunar hafi skapað fámennisstjórnir í sumum löndum á sama tíma og mikill fjöldi fátæks fólks eigi sér engrar undankomu auðið. Ákveðum fjármálagjörningum er lýst sem „efnahagslegu mannáti“ í yfirlýsingu Páfagarðs. Sumar gerðir svonefndrar afleiða væru „tifandi tímasprengja sem er við það að springa fyrr eða seinna og eitra fyrir heilsu markaða“. Velferð meirihluta mannkynsins velti á mörkuðum og þeir verði að byggja á traustum siðferðislegum grunni til að hjálpa öllum, þar á meðal þeim sem búa við örbirgð. Gagnrýnir Páfagarður viðbrögð landa heims við efnahagskreppunni. Í stað þess að búa til nýtt efnahagskerfi virðist stefnan nú tekin á sömu brestina sem voru ríkjandi fyrir hrunið. Því kallar Páfagarður eftir hertum reglum. Ein helsta orsök efnahagshrunsins hafi verið „ósiðleg hegðun fulltrúa fjármálaheimsins“. Leggur hann til að skilja að viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi, koma þurfi á fót siðanefndum innan banka og kenna þurfi siðfræði í helstu viðskiptaskólum heims.
Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf