Snjallforrit velta meiru en í fyrra Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. desember 2018 06:00 Greiningarfyrirtækið App Annie tók tölfræðina saman. Nordicphotos/Getty Niðurhal á snjallforritum, eða öppum, fyrir snjallsíma jókst um tíu prósent á árinu miðað við árið í fyrra. Þá jókst velta appa um tuttugu prósent. Greiningarfyrirtækið App Annie tók tölfræðina saman og telur að bæði leikir og forrit sem krefjast áskriftar séu helstu orsakavaldarnir. Þau þrjú öpp, önnur en leikir, sem veltu mestu á heimsvísu á árinu eru Netflix, Tinder og Tencent Video. Það síðastnefnda er einkum vinsælt í Kína en fleiri kínversk öpp má finna á listanum. Til að mynda Youku og iQIYI. Sé litið til leikja eru Fate/Grand Order, Honour of Kings og Monster Strike í efstu þremur sætunum. Neðar má finna kunnuglega titla á borð við Candy Crush Saga, Pokémon GO, Clash of Clans og Clash Royale. Athygli vekur að Fortnite er ekki á listanum, en leikurinn er þó í boði fyrir Android og iOS. Ástæðan er sú að fyrir Android-síma er leikurinn ekki í appverslun Google, Play Store. Þess í stað er hann í sérstakri appverslun útgefandans, Epic Games. Búast má við því að fleiri fyrirtæki feti í fótspor Epic Games eða setji leiki sína í þá appverslun enda tekur fyrirtækið minni hluta af veltunni til sín en Google. Tólf prósent samanborið við þrjátíu. Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Niðurhal á snjallforritum, eða öppum, fyrir snjallsíma jókst um tíu prósent á árinu miðað við árið í fyrra. Þá jókst velta appa um tuttugu prósent. Greiningarfyrirtækið App Annie tók tölfræðina saman og telur að bæði leikir og forrit sem krefjast áskriftar séu helstu orsakavaldarnir. Þau þrjú öpp, önnur en leikir, sem veltu mestu á heimsvísu á árinu eru Netflix, Tinder og Tencent Video. Það síðastnefnda er einkum vinsælt í Kína en fleiri kínversk öpp má finna á listanum. Til að mynda Youku og iQIYI. Sé litið til leikja eru Fate/Grand Order, Honour of Kings og Monster Strike í efstu þremur sætunum. Neðar má finna kunnuglega titla á borð við Candy Crush Saga, Pokémon GO, Clash of Clans og Clash Royale. Athygli vekur að Fortnite er ekki á listanum, en leikurinn er þó í boði fyrir Android og iOS. Ástæðan er sú að fyrir Android-síma er leikurinn ekki í appverslun Google, Play Store. Þess í stað er hann í sérstakri appverslun útgefandans, Epic Games. Búast má við því að fleiri fyrirtæki feti í fótspor Epic Games eða setji leiki sína í þá appverslun enda tekur fyrirtækið minni hluta af veltunni til sín en Google. Tólf prósent samanborið við þrjátíu.
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira