Dolce & Gabbana í krísustjórnun í Kína Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. nóvember 2018 11:17 Domenico Dolce og Stefano Gabbana á góðri stund á tískupallinum í Mílanó á dögunum. Getty/Andreas Rentz Kínverskar netverslanir hafa hætt sölu á vörum Dolce & Gabbana. Tískurisinn hleypti illu blóði í Kínverja með auglýsingaherferð sinni, sem kínverskum neytendum og ráðamönnum þótti lítillækkandi. Stofnefndur fyrirtækisins sendu frá sér myndbandsyfirlýsingu í morgun til kínversku þjóðarinnar í von um að slökkva eldana sem skíðloga í einu stærsta markaðssvæði heims. Í umræddri auglýsingu mátti sjá fyrirsætu basla við það að borða margvíslegan ítalskan mat með prjónum. Má þar nefna pizzu og pasta en ætla má að auglýsingin hafi verið tilraun fyrirtækisins til að leiða saman matarmenningu þjóðanna, en Dolce & Gabbana er ítalskt að upplagi.Auglýsingin fór öfugt ofan í Kínverja sem fannst tískurisinn draga upp heldur einfalda staðalmynd af matarvenjum - og í raun menningu - kínversku þjóðarinnar. Ekki bætti heldur úr skák að maðurinn sem las inn á auglýsinguna þótti dónalegur, allt að því karlrembulegur þegar hann veitti fyrirsætunni ráðleggingar. Til að bæta gráu ofan á svart var annar stofnanda fyrirtækisins, fatahönnuðurinn Stefano Gabbana, sakaður um að tala niður til Kínverja. Skjáskot af því sem virtist vera einkasamtal Gabbana við ónefndan viðtakanda á Instagram fór á mikið flug á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo.Skjáskot af hinu meinta skítasamtali hafa fengið mikla dreifingu í Kína.Í samtalinu mátti sjá Gabbana líkja kínversku þjóðinni við illa lyktandi og heimska mafíu, áður en hann bætti svo um betur og notaði kúkatáknið alræmda til að lýsa ríkinu. Fyrirtækið segir að tölvuþrjótar hafi brotist inn á Instagram-reikning Gabbana, samtalið sé ekki til marks um raunverulegar skoðanir hönnuðarins á Kína. Mikil reiði braust út á Weibo sem leiddi meðal annars til þess að Dolce & Gabbana neyddist til að hætta við fyrirhugaða tískusýningu í Sjanghæ, auk þess sem þarlendar vefverslanir eru hættar að bjóða upp á vörur ítalska framleiðandans. Vendingarnar eru mikið reiðarslag fyrir Dolce & Gabbana því kínverskir neytendur kaupa um þriðjung allra hágæðatískuvara sem seldar eru í heiminum á ári hverju. Þar að auki segir í úttekt Reuters að Kínverjar séu í auknum mæli farnir að stunda fataverslun sína í heimabyggð, þ.e. síhækkandi hlutfall lúxus- og tískuvarakaupa þeirra fara fram á kínverskri grundu. Til þess að bjarga því sem bjargað verður ákváðu fyrrnefndur Stefano Gabbana og hinn stofnandi fyrirtækisins, Domenico Dolce, að senda frá sér afsökunarbeiðni til kínversku þjóðarinnar. Í 85 sekúndna löngu myndbandi segist þeir hafa skoðað sín mál vel og vandlega. Þeir séu gríðarlegar miður sín yfir því hvernig málin þróuðust. „Í ljósi þessa menningarlega misskilnings, þá vonum við að við getum öðlast fyrirgefningu ykkar,“ segir Dolce á ítölsku. Gabbana biðst einnig afsökunar. Myndbandinu lýkur svo með því að þeir félagar biðjast afsökunar á mandarín-kínversku. Afsökunarbeiðni þeirra má sjá hér að neðan.Dolce&Gabbana apologizes. pic.twitter.com/eVLoHylnq6— Dolce & Gabbana (@dolcegabbana) November 23, 2018 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Kínverskar netverslanir hafa hætt sölu á vörum Dolce & Gabbana. Tískurisinn hleypti illu blóði í Kínverja með auglýsingaherferð sinni, sem kínverskum neytendum og ráðamönnum þótti lítillækkandi. Stofnefndur fyrirtækisins sendu frá sér myndbandsyfirlýsingu í morgun til kínversku þjóðarinnar í von um að slökkva eldana sem skíðloga í einu stærsta markaðssvæði heims. Í umræddri auglýsingu mátti sjá fyrirsætu basla við það að borða margvíslegan ítalskan mat með prjónum. Má þar nefna pizzu og pasta en ætla má að auglýsingin hafi verið tilraun fyrirtækisins til að leiða saman matarmenningu þjóðanna, en Dolce & Gabbana er ítalskt að upplagi.Auglýsingin fór öfugt ofan í Kínverja sem fannst tískurisinn draga upp heldur einfalda staðalmynd af matarvenjum - og í raun menningu - kínversku þjóðarinnar. Ekki bætti heldur úr skák að maðurinn sem las inn á auglýsinguna þótti dónalegur, allt að því karlrembulegur þegar hann veitti fyrirsætunni ráðleggingar. Til að bæta gráu ofan á svart var annar stofnanda fyrirtækisins, fatahönnuðurinn Stefano Gabbana, sakaður um að tala niður til Kínverja. Skjáskot af því sem virtist vera einkasamtal Gabbana við ónefndan viðtakanda á Instagram fór á mikið flug á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo.Skjáskot af hinu meinta skítasamtali hafa fengið mikla dreifingu í Kína.Í samtalinu mátti sjá Gabbana líkja kínversku þjóðinni við illa lyktandi og heimska mafíu, áður en hann bætti svo um betur og notaði kúkatáknið alræmda til að lýsa ríkinu. Fyrirtækið segir að tölvuþrjótar hafi brotist inn á Instagram-reikning Gabbana, samtalið sé ekki til marks um raunverulegar skoðanir hönnuðarins á Kína. Mikil reiði braust út á Weibo sem leiddi meðal annars til þess að Dolce & Gabbana neyddist til að hætta við fyrirhugaða tískusýningu í Sjanghæ, auk þess sem þarlendar vefverslanir eru hættar að bjóða upp á vörur ítalska framleiðandans. Vendingarnar eru mikið reiðarslag fyrir Dolce & Gabbana því kínverskir neytendur kaupa um þriðjung allra hágæðatískuvara sem seldar eru í heiminum á ári hverju. Þar að auki segir í úttekt Reuters að Kínverjar séu í auknum mæli farnir að stunda fataverslun sína í heimabyggð, þ.e. síhækkandi hlutfall lúxus- og tískuvarakaupa þeirra fara fram á kínverskri grundu. Til þess að bjarga því sem bjargað verður ákváðu fyrrnefndur Stefano Gabbana og hinn stofnandi fyrirtækisins, Domenico Dolce, að senda frá sér afsökunarbeiðni til kínversku þjóðarinnar. Í 85 sekúndna löngu myndbandi segist þeir hafa skoðað sín mál vel og vandlega. Þeir séu gríðarlegar miður sín yfir því hvernig málin þróuðust. „Í ljósi þessa menningarlega misskilnings, þá vonum við að við getum öðlast fyrirgefningu ykkar,“ segir Dolce á ítölsku. Gabbana biðst einnig afsökunar. Myndbandinu lýkur svo með því að þeir félagar biðjast afsökunar á mandarín-kínversku. Afsökunarbeiðni þeirra má sjá hér að neðan.Dolce&Gabbana apologizes. pic.twitter.com/eVLoHylnq6— Dolce & Gabbana (@dolcegabbana) November 23, 2018
Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent