Streymisstríðið harðnar stöðugt Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. nóvember 2018 10:30 Netflix á í harðri samkeppni. Vísir/Getty Disney tilkynnti í gær að væntanleg streymisveita fyrirtækisins myndi fá nafnið Disney+ og að hún færi í loftið 2019. Fyrstu viðbrögð margra eru ef til vill að fagna komu streymisveitunnar enda verður þar að öllum líkindum hægt að streyma helstu titlum Disney-samsteypunnar. Star Wars, Konungi ljónanna, Avengers, Pocahontas og svo mætti lengi telja. En fyrir neytendur er tilefni til að hafa áhyggjur af þessari þróun í streymisheiminum. Undanfarin ár hefur svokallað streymisstríð sífellt verið að harðna. Markaður sem áður einskorðaðist við Netflix og smærri keppinauta er nú að breytast, hefur reyndar tekið töluverðum breytingum nú þegar. Koma Disney+ á markað þýðir að efni Disney hverfur að öllum líkindum af til dæmis Netflix, sem er vafalaust vinsælasta streymissíðan hér á landi. Nýr streymisheimur er mun fjölbreyttari, stærri og flóknari en það sem áður þekktist. Amazon Prime hefur risið hratt, HBO GO nýtur vinsælda sem og Hulu. Disney, Apple og jafnvel Walmart herja á þennan markað. Sjónvarpsstöðvar eru sömuleiðis farnar að bjóða upp á sínar eigin streymisveitur. Jafnt innlendar sem erlendar. Og samkeppnin er hörð. IndieWire fjallaði um það fyrir mánaðamót að kveikt hefði verið á túrbóstillingunni í streymisstríðinu. „Netflix vann fyrstu lotu enda ekki með mikla samkeppni. En nú þegar nýir aðilar koma á markað er ljóst að stríðinu er hvergi nærri lokið. Þótt áhorfendur fái fleiri valkosti gætu þeir þurft að borga æ meira í áskriftargjöld, hafi þeir áhuga á efninu,“ skrifaði blaðamaður IndieWire. Þar sem samkeppnin er hörð er erfitt að sjá fyrir sér að sama efni verði aðgengilegt á mörgum mismunandi veitum. Áhugafólk um gott sjónvarp gæti því þurft að borga áskrift að fleiri en einni og fleiri en tveimur veitum í hverjum mánuði. En í þessari harðnandi samkeppni má samt finna jákvæð tíðindi fyrir neytendur. Öruggasta leiðin fyrir hverja streymisveitu til að trekkja að notendur er að vera með gott efni. Og einfaldasta leiðin til að geta boðið upp á gott efni er einfaldlega að framleiða það sjálf. Netflix tilkynnti til að mynda fyrr á árinu að fyrirtækið hefði sett framleiðslu 250 nýrra þáttaraða og kvikmynda á dagskrá og Amazon sagðist vera með 105 verkefni í gangi. Birtist í Fréttablaðinu Disney Netflix Neytendur Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Disney tilkynnti í gær að væntanleg streymisveita fyrirtækisins myndi fá nafnið Disney+ og að hún færi í loftið 2019. Fyrstu viðbrögð margra eru ef til vill að fagna komu streymisveitunnar enda verður þar að öllum líkindum hægt að streyma helstu titlum Disney-samsteypunnar. Star Wars, Konungi ljónanna, Avengers, Pocahontas og svo mætti lengi telja. En fyrir neytendur er tilefni til að hafa áhyggjur af þessari þróun í streymisheiminum. Undanfarin ár hefur svokallað streymisstríð sífellt verið að harðna. Markaður sem áður einskorðaðist við Netflix og smærri keppinauta er nú að breytast, hefur reyndar tekið töluverðum breytingum nú þegar. Koma Disney+ á markað þýðir að efni Disney hverfur að öllum líkindum af til dæmis Netflix, sem er vafalaust vinsælasta streymissíðan hér á landi. Nýr streymisheimur er mun fjölbreyttari, stærri og flóknari en það sem áður þekktist. Amazon Prime hefur risið hratt, HBO GO nýtur vinsælda sem og Hulu. Disney, Apple og jafnvel Walmart herja á þennan markað. Sjónvarpsstöðvar eru sömuleiðis farnar að bjóða upp á sínar eigin streymisveitur. Jafnt innlendar sem erlendar. Og samkeppnin er hörð. IndieWire fjallaði um það fyrir mánaðamót að kveikt hefði verið á túrbóstillingunni í streymisstríðinu. „Netflix vann fyrstu lotu enda ekki með mikla samkeppni. En nú þegar nýir aðilar koma á markað er ljóst að stríðinu er hvergi nærri lokið. Þótt áhorfendur fái fleiri valkosti gætu þeir þurft að borga æ meira í áskriftargjöld, hafi þeir áhuga á efninu,“ skrifaði blaðamaður IndieWire. Þar sem samkeppnin er hörð er erfitt að sjá fyrir sér að sama efni verði aðgengilegt á mörgum mismunandi veitum. Áhugafólk um gott sjónvarp gæti því þurft að borga áskrift að fleiri en einni og fleiri en tveimur veitum í hverjum mánuði. En í þessari harðnandi samkeppni má samt finna jákvæð tíðindi fyrir neytendur. Öruggasta leiðin fyrir hverja streymisveitu til að trekkja að notendur er að vera með gott efni. Og einfaldasta leiðin til að geta boðið upp á gott efni er einfaldlega að framleiða það sjálf. Netflix tilkynnti til að mynda fyrr á árinu að fyrirtækið hefði sett framleiðslu 250 nýrra þáttaraða og kvikmynda á dagskrá og Amazon sagðist vera með 105 verkefni í gangi.
Birtist í Fréttablaðinu Disney Netflix Neytendur Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent