Streymisstríðið harðnar stöðugt Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. nóvember 2018 10:30 Netflix á í harðri samkeppni. Vísir/Getty Disney tilkynnti í gær að væntanleg streymisveita fyrirtækisins myndi fá nafnið Disney+ og að hún færi í loftið 2019. Fyrstu viðbrögð margra eru ef til vill að fagna komu streymisveitunnar enda verður þar að öllum líkindum hægt að streyma helstu titlum Disney-samsteypunnar. Star Wars, Konungi ljónanna, Avengers, Pocahontas og svo mætti lengi telja. En fyrir neytendur er tilefni til að hafa áhyggjur af þessari þróun í streymisheiminum. Undanfarin ár hefur svokallað streymisstríð sífellt verið að harðna. Markaður sem áður einskorðaðist við Netflix og smærri keppinauta er nú að breytast, hefur reyndar tekið töluverðum breytingum nú þegar. Koma Disney+ á markað þýðir að efni Disney hverfur að öllum líkindum af til dæmis Netflix, sem er vafalaust vinsælasta streymissíðan hér á landi. Nýr streymisheimur er mun fjölbreyttari, stærri og flóknari en það sem áður þekktist. Amazon Prime hefur risið hratt, HBO GO nýtur vinsælda sem og Hulu. Disney, Apple og jafnvel Walmart herja á þennan markað. Sjónvarpsstöðvar eru sömuleiðis farnar að bjóða upp á sínar eigin streymisveitur. Jafnt innlendar sem erlendar. Og samkeppnin er hörð. IndieWire fjallaði um það fyrir mánaðamót að kveikt hefði verið á túrbóstillingunni í streymisstríðinu. „Netflix vann fyrstu lotu enda ekki með mikla samkeppni. En nú þegar nýir aðilar koma á markað er ljóst að stríðinu er hvergi nærri lokið. Þótt áhorfendur fái fleiri valkosti gætu þeir þurft að borga æ meira í áskriftargjöld, hafi þeir áhuga á efninu,“ skrifaði blaðamaður IndieWire. Þar sem samkeppnin er hörð er erfitt að sjá fyrir sér að sama efni verði aðgengilegt á mörgum mismunandi veitum. Áhugafólk um gott sjónvarp gæti því þurft að borga áskrift að fleiri en einni og fleiri en tveimur veitum í hverjum mánuði. En í þessari harðnandi samkeppni má samt finna jákvæð tíðindi fyrir neytendur. Öruggasta leiðin fyrir hverja streymisveitu til að trekkja að notendur er að vera með gott efni. Og einfaldasta leiðin til að geta boðið upp á gott efni er einfaldlega að framleiða það sjálf. Netflix tilkynnti til að mynda fyrr á árinu að fyrirtækið hefði sett framleiðslu 250 nýrra þáttaraða og kvikmynda á dagskrá og Amazon sagðist vera með 105 verkefni í gangi. Birtist í Fréttablaðinu Disney Netflix Neytendur Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Disney tilkynnti í gær að væntanleg streymisveita fyrirtækisins myndi fá nafnið Disney+ og að hún færi í loftið 2019. Fyrstu viðbrögð margra eru ef til vill að fagna komu streymisveitunnar enda verður þar að öllum líkindum hægt að streyma helstu titlum Disney-samsteypunnar. Star Wars, Konungi ljónanna, Avengers, Pocahontas og svo mætti lengi telja. En fyrir neytendur er tilefni til að hafa áhyggjur af þessari þróun í streymisheiminum. Undanfarin ár hefur svokallað streymisstríð sífellt verið að harðna. Markaður sem áður einskorðaðist við Netflix og smærri keppinauta er nú að breytast, hefur reyndar tekið töluverðum breytingum nú þegar. Koma Disney+ á markað þýðir að efni Disney hverfur að öllum líkindum af til dæmis Netflix, sem er vafalaust vinsælasta streymissíðan hér á landi. Nýr streymisheimur er mun fjölbreyttari, stærri og flóknari en það sem áður þekktist. Amazon Prime hefur risið hratt, HBO GO nýtur vinsælda sem og Hulu. Disney, Apple og jafnvel Walmart herja á þennan markað. Sjónvarpsstöðvar eru sömuleiðis farnar að bjóða upp á sínar eigin streymisveitur. Jafnt innlendar sem erlendar. Og samkeppnin er hörð. IndieWire fjallaði um það fyrir mánaðamót að kveikt hefði verið á túrbóstillingunni í streymisstríðinu. „Netflix vann fyrstu lotu enda ekki með mikla samkeppni. En nú þegar nýir aðilar koma á markað er ljóst að stríðinu er hvergi nærri lokið. Þótt áhorfendur fái fleiri valkosti gætu þeir þurft að borga æ meira í áskriftargjöld, hafi þeir áhuga á efninu,“ skrifaði blaðamaður IndieWire. Þar sem samkeppnin er hörð er erfitt að sjá fyrir sér að sama efni verði aðgengilegt á mörgum mismunandi veitum. Áhugafólk um gott sjónvarp gæti því þurft að borga áskrift að fleiri en einni og fleiri en tveimur veitum í hverjum mánuði. En í þessari harðnandi samkeppni má samt finna jákvæð tíðindi fyrir neytendur. Öruggasta leiðin fyrir hverja streymisveitu til að trekkja að notendur er að vera með gott efni. Og einfaldasta leiðin til að geta boðið upp á gott efni er einfaldlega að framleiða það sjálf. Netflix tilkynnti til að mynda fyrr á árinu að fyrirtækið hefði sett framleiðslu 250 nýrra þáttaraða og kvikmynda á dagskrá og Amazon sagðist vera með 105 verkefni í gangi.
Birtist í Fréttablaðinu Disney Netflix Neytendur Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira