Lífið

Svona ætlar Dr. Evil að ná völdum í Bandaríkjunum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Dr. Evil er með ákveðin plön.
Dr. Evil er með ákveðin plön.

Dr. Evil er karakter sem sló í gegn í kvikmyndunum um Austin Power en Mike Myers fór með hlutverkið, sem og hlutverk Powers ásamt fleiri.

Íbúar Bandaríkjanna ganga nú til kosninga í nótt þar sem kjörnir verða 435 þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, 35 öldungadeildarþingmenn af hundrað og 39 ríkisstjórar. Þar að auki verður kosið um ýmis önnur mál í tilteknum ríkjum og kjördæmum.

Kannanir gefa í skyn að Demókrataflokkurinn muni ná tökum í fulltrúadeildinni, að Repúblikanar muni halda stjórn sinni í öldungadeildinni og Repúblikanar muni fá fleiri ríkisstjóra.

Dr. Evil mætti í þátt Jimmy Fallon í vikunni og fór í gegnum það hvernig hann ætlaði sér að ná völdum á þinginu í Bandaríkjunum.

Hér að neðan má sjá ræðu Dr. Evil.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.