Gæsaveiðin gengur vel Karl Lúðvíksson skrifar 2. október 2018 11:29 Gæsaveiðin gengur vel um þessar mundir. Mynd úr safni Gæsaveiðin hefur nú staðið yfir í rúmar sex vikur og samkvæmt þeim fréttum sem berast frá skyttum landsins er fín veiði. Það virðist vera nokkurn veginn sama hvar drepið er niður fæti á gæsaslóðum. Skyttur landsins hafa verið að gera góða veiði á túnum og ökrum landsins og snjókoma síðustu daga er farin að ýta fuglinum í miklu magni niður af hálendinu. Heiðagæsin virðist vera farin að fljúga af landi brott í einhverjum mæli en það er þó að veiðast ágætlega af henni þá sérstaklega á suðurlandi. Tún og akrar um allt land eru að sögn þeirra sem hafa verið mikið á ferðinni full af gæs og það á bara eftir að bætast í það. Fyrstu vikurnar sækja gæsaskyttur gjarnan mest í heiðagæs en þegar líður á tímabilið fara menn að liggja fyrir í korni og túnum en þá er það helst grágæs sem verið er að skjóta. Í nokkrum ökrum á suðurlandi eru þúsundir gæsa farnar að safnast saman í hópa og það rímar vel við tölur sem við erum að heyra af árangri veiðimanna en 60-80 fugla morgnar hafa verið dalegt brauð í bestu ökrunum. Mest lesið Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Veiði Sæmundur í Veiðivötnum Veiði Drekka á kvöldin - veiða á daginn (myndband) Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Viðrar illa fyrir fyrsta veiðidaginn í Þingvallavatni Veiði Mikið af bleikju að sýna sig í Hraunsfirði Veiði Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Veiði 20-30 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði Vorveiðin hálfnuð í Kjósinni Veiði
Gæsaveiðin hefur nú staðið yfir í rúmar sex vikur og samkvæmt þeim fréttum sem berast frá skyttum landsins er fín veiði. Það virðist vera nokkurn veginn sama hvar drepið er niður fæti á gæsaslóðum. Skyttur landsins hafa verið að gera góða veiði á túnum og ökrum landsins og snjókoma síðustu daga er farin að ýta fuglinum í miklu magni niður af hálendinu. Heiðagæsin virðist vera farin að fljúga af landi brott í einhverjum mæli en það er þó að veiðast ágætlega af henni þá sérstaklega á suðurlandi. Tún og akrar um allt land eru að sögn þeirra sem hafa verið mikið á ferðinni full af gæs og það á bara eftir að bætast í það. Fyrstu vikurnar sækja gæsaskyttur gjarnan mest í heiðagæs en þegar líður á tímabilið fara menn að liggja fyrir í korni og túnum en þá er það helst grágæs sem verið er að skjóta. Í nokkrum ökrum á suðurlandi eru þúsundir gæsa farnar að safnast saman í hópa og það rímar vel við tölur sem við erum að heyra af árangri veiðimanna en 60-80 fugla morgnar hafa verið dalegt brauð í bestu ökrunum.
Mest lesið Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Veiði Sæmundur í Veiðivötnum Veiði Drekka á kvöldin - veiða á daginn (myndband) Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Viðrar illa fyrir fyrsta veiðidaginn í Þingvallavatni Veiði Mikið af bleikju að sýna sig í Hraunsfirði Veiði Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Veiði 20-30 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði Vorveiðin hálfnuð í Kjósinni Veiði