Erlent

Frakkar ætla að losa sig við „fake news“

Atli Ísleifsson skrifar
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið iðinn að saka ákveðnar fréttastofur um að flytja falsfréttir.
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið iðinn að saka ákveðnar fréttastofur um að flytja falsfréttir. Getty/Hannah Foslien
Enska hugtakið „fake news“, eða falsfréttir, kann brátt að heyra sögunni til í Frakklandi. Málnefnd á vegum franska ríkisins (CELF) hyggst leggja til nýtt orð á til að stemma stigu við síaukin áhrif engilsaxnesku á franska tungu.

Hugtakið á líkt og hið enska vísa til upplýsinga sem eru falskar eða þá meðvitað hlutdrægar. Nefndin hefur enn ekki komið sér saman um tillögu um franska þýðingu, heldur hyggst kynna nokkrar tillögur.

Á meðal tillagna er orðið „infox“, samsuða af orðunum „information“, eða upplýsingar, og „intoxication“, eða eitrun. Þá leggur nefndin einnig til „information fallacieuse”.

CELF er nefnd fræðimanna og aðila úr frönsku menningarlífi til ætlað er að leggja fram tillögur til að bæta franska tungumálið. Frá árinu 1996 hefur nefndin komið með 7.900 tillögur, meðal annars franska valkosti við orðin „hashtag“ (mot-diese) og binge drinking” (beuverie express).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×