Innlent

Lést eftir hátt fall

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Slysið er á borði Vinnueftirlits ríkisins og lögreglu.
Slysið er á borði Vinnueftirlits ríkisins og lögreglu. Vísir
Pólskur ríkisborgari féll af þaki við vinnu á þaki verslunar Byko við Skemmuveg í Kópavogi. Slysið varð þann 13. ágúst en maðurinn lést af sárum sínum um tveimur vikum síðar. DV greinir frá.

Maðurinn vann að þakviðgerðum en hann var starfsmaður verktaka sem hafði verkið á sínum snærum. Vinnueftirlitið tók skýrslu af fólki á vettvangi og er málið á borði Vinnueftirlitsins og lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×