Lífið

Maria er ólétt af þríburum og svona hefur meðgangan þróast

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það er ekkert grín að ganga með þríbura.
Það er ekkert grín að ganga með þríbura.

Hin norska Maria og Daninn Anders eiga von á þríburum á næstunni og hafa þau myndað alla meðgönguna ítarlega og deilt á Instagram.

Daily Mail fjallar um sögu parsins en þau eiga fyrir tveggja ára dreng. Anders hefur tekið myndir og myndbönd af Mariu vikulega og því er hægt að sjá hvernig börnin hafa stækkað inni í legi móður sinnar.

Eðli málsins samkvæmt hefur Maria stækkað gríðarlega og á viku 34 er óléttukúlan orðin gríðarlega stór.

Parið er með 65 þúsund fylgjendur á Instagram þegar þessi frétt er skrifuð og fylgjast þeir grannt með gangi mála en hér að neðan má sjá hvernig Maria er eftir 34 vikna meðgöngu.

Inni á Instagram-reikningi parsins má sjá hvernig vikurnar hafa þróast. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.