Haustveiðin að komast í gang í Stóru Laxá Karl Lúðvíksson skrifar 4. september 2018 12:05 Stórlax úr Stóru Laxá í Hreppum Mynd: Árni Baldursson FB Stóra Laxá í Hreppum er alveg einstök á að veiða og ólíkt mörgum ám þá er oft besti tíminn í henni september. Það sem útskýrir þessa einkennilegu hegðun í ánni er að hún verður oft ansi vatnslítil á sumrin og þá bíður laxinn á Iðu þar sem Stóra Laxá rennur í Hvítá þangað til vatnshæðin nær þeim mörkum að laxinn gangi upp. Rigningar síðustu daga hafa lyft ánni vel upp og er hún líklega komin í 12-14 rúmmetra sem eru ákjósanleg skilyrði fyrir laxinn að ganga upp í Stóru Laxá. Af fréttum að dæma er klárlega að færast aukið líf í ána en Árni Baldursson hjá Lax-Á er þar við veiðar núna og í gærkvöldi landaði hann sjö löxum úr Bergsnös sem er einn besti staðurinn á Svæði I-II og það aðeins á einum og hálfum tíma. Þeir sem eiga daga fraumundan í Stóru Laxá gætu því lent í skemmtilegri veiði því þegar hún loksins fer í gang þá gerir hún það yfirleitt með látum. Mest lesið Síðasta holl með 85 laxa í Kjósinni Veiði Korpa sjaldan litið betur út til veiða Veiði 6. júní hreinsunardagur Elliðaánna Veiði Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði Óvissa um Norðurá - Tilboðum SVFR hafnað Veiði Fín veiði og vænir fiskar í vinsælustu silungsvötnunum Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði 6 punda bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði Tók fyrsta laxinn sinn í Elliðaánum Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði
Stóra Laxá í Hreppum er alveg einstök á að veiða og ólíkt mörgum ám þá er oft besti tíminn í henni september. Það sem útskýrir þessa einkennilegu hegðun í ánni er að hún verður oft ansi vatnslítil á sumrin og þá bíður laxinn á Iðu þar sem Stóra Laxá rennur í Hvítá þangað til vatnshæðin nær þeim mörkum að laxinn gangi upp. Rigningar síðustu daga hafa lyft ánni vel upp og er hún líklega komin í 12-14 rúmmetra sem eru ákjósanleg skilyrði fyrir laxinn að ganga upp í Stóru Laxá. Af fréttum að dæma er klárlega að færast aukið líf í ána en Árni Baldursson hjá Lax-Á er þar við veiðar núna og í gærkvöldi landaði hann sjö löxum úr Bergsnös sem er einn besti staðurinn á Svæði I-II og það aðeins á einum og hálfum tíma. Þeir sem eiga daga fraumundan í Stóru Laxá gætu því lent í skemmtilegri veiði því þegar hún loksins fer í gang þá gerir hún það yfirleitt með látum.
Mest lesið Síðasta holl með 85 laxa í Kjósinni Veiði Korpa sjaldan litið betur út til veiða Veiði 6. júní hreinsunardagur Elliðaánna Veiði Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði Óvissa um Norðurá - Tilboðum SVFR hafnað Veiði Fín veiði og vænir fiskar í vinsælustu silungsvötnunum Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði 6 punda bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði Tók fyrsta laxinn sinn í Elliðaánum Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði