Viðskipti erlent

Virði Bitcoin hríðfellur

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Bitcoin reis hratt undir lok síðasta árs. Fallið hefur því verið hátt á undanförnum mánuðum.
Bitcoin reis hratt undir lok síðasta árs. Fallið hefur því verið hátt á undanförnum mánuðum.

Bitcoin og aðrar rafmyntir hafa hríðfallið í verði í dag en fjárfestar óttast að stöndug fyrirtæki á Wall Street séu að verða afhuga stafrænum gjaldmiðlum.

Titringurinn er rakinn til fréttar sem birtist í Business Insider. Þar var þess getið að fjárfestingabankinn Goldman Sachs hefði skotið hugmyndum sínum um að opna rafmyntaskiptimarkað á frest - auk þess sem stærstu lánveitendurnir vestanhafs væru að setja sífellt stærra spurningarmerki við rafmyntir.

Fréttirnar urðu til þess að Bitcoin hefur fallið um rúmlega fimm prósent frá opnun markaða í Bandaríkjunum í morgun. Virði Bitcoin hefur rýrnað um næstum 70 prósent á síðastliðnum níu mánuðum. Um miðjan desember síðastliðinn var virði eins Bitcoin um 19 þúsund bandaríkjadalir en stendur nú í rúmlega 6300 dölum. Virðið hefur lægst farið í 5887 dali og telja greinendur að ekki sé útilokað að það kunni að verða enn lægra fyrir lok árs.

Aðrar rafmyntir hafa einnig lækkað í verði það sem af er degi. Etherum hefur fallið um 20 prósent, Litecoin um 11 prósent og Ripple um ríflega 7 prósent.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
5,98
19
1.491.650
VIS
2,8
19
263.441
SIMINN
0,75
15
428.677
SJOVA
0,51
21
360.465
EIK
0,38
12
157.342

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-4,01
41
1.008.965
LEQ
-2,43
3
69.322
ICEAIR
-2,41
12
36.382
TM
-1,96
11
203.211
KVIKA
-1,94
7
168.078
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.