Erlent

Sautján látnir eftir flugslys í Suður-Súdan

Sylvía Hall skrifar
Frá flugvellinum í Juba.
Frá flugvellinum í Juba. Vísir/Getty

Lítil farþegaflugvél með 22 farþegum hrapaði í morgun á leið sinni til Yirol í Suður-Súdan frá höfuðborginni Juba. Reuters greinir frá.

Í það minnsta 17 eru látnir og tveggja er saknað eftir slysið, en þrír komust lífs af. Þrjú börn voru á meðal farþeganna.

Flugvélin endaði nærri á og þurftu björgunaraðilar að sækja lík hinna látnu í ánna að sögn sjónarvottar.

Endanleg tala látinna hefur ekki formlega verið staðfest, en á meðal þeirra sem komst lífs af er ítalskur læknir sem ferðaðist á vegum góðgerðarsamtaka, en hann var fluttur til aðhlynningar á sjúkrahúsi í Yirol og er ástand hans sagt alvarlegt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.