Laugardalsá til SVFR Karl Lúðvíksson skrifar 14. ágúst 2018 09:53 Veiðifélag Laugardalsár í Ísafjarðardjúpi og Stangaveiðifélag Reykjavíkur hafa samið um leigu á Laugardalsá í fjögur ár, frá og með næsta sumri. Laugardalsá er 16 km löng og rennur úr Laugarbólsvatni, niður Laugardal og til sjávar við vestanverðan Mjóafjörð. Seldar eru í ánna 2 stangir í júní og september, en 3 stangir eru í ánni í júlí og ágúst. Meðalveiði í ánni síðastliðin 10 ár er um 350 laxar en mest var veiðin 2015 þegar hún endaði í 521 laxi. Gott og rúmgott veiðihús er við ánna þar sem gestir þjónusta sig sjálfir við góðar aðstæður. Einungis er veitt á flugu í Laugardalsá, en frekari upplýsingar um tilhögun veiðinnar á næsta sumri verða í næstu söluskrá SVFR. Jón Þór Ólason, formaður SVFR:„Það er sérstaklega ánægjulegt fyrir félagsmenn SVFR að hafa aðgang að Laugardalsá frá og með næsta sumri. Ekki aðeins er áin besta laxveiðiá Vestfjarða, heldur er svæðið allt stórfenglegt og með samhliða afnotum af vötnum á svæðinu getum við boðið okkar félagsmönnum upp á fjölskylduveiðiparadís sem á enga sig líka á sanngjörnu verði.“SVFR hefur einnig heitið því að leggjast á árarnar með bændum og landeigendum í baráttunni gegn laxeldi í opnum sjókvíkum en fyrirætlanir um laxeldi í Ísafjarðardjúpi hafa verið nokkuð til umræðu á undanförnum árum. SVFR leggst alfarið gegn slíkum hugmyndum, enda eru þær mikil ógn við lífríki svæðisins og laxastofna á svæðinu. Mest lesið Veiði hafinn í Laxá í Dölum Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Litlar líkur á vatnsleysi á komandi sumri? Veiði Hreindýraveiði á Grænlandi? Veiði Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Margir búnir að ná jólarjúpunni Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Gott stórfiskaskot í Kleifarvatni Veiði Fín veiði í Laxá í Kjós Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði
Veiðifélag Laugardalsár í Ísafjarðardjúpi og Stangaveiðifélag Reykjavíkur hafa samið um leigu á Laugardalsá í fjögur ár, frá og með næsta sumri. Laugardalsá er 16 km löng og rennur úr Laugarbólsvatni, niður Laugardal og til sjávar við vestanverðan Mjóafjörð. Seldar eru í ánna 2 stangir í júní og september, en 3 stangir eru í ánni í júlí og ágúst. Meðalveiði í ánni síðastliðin 10 ár er um 350 laxar en mest var veiðin 2015 þegar hún endaði í 521 laxi. Gott og rúmgott veiðihús er við ánna þar sem gestir þjónusta sig sjálfir við góðar aðstæður. Einungis er veitt á flugu í Laugardalsá, en frekari upplýsingar um tilhögun veiðinnar á næsta sumri verða í næstu söluskrá SVFR. Jón Þór Ólason, formaður SVFR:„Það er sérstaklega ánægjulegt fyrir félagsmenn SVFR að hafa aðgang að Laugardalsá frá og með næsta sumri. Ekki aðeins er áin besta laxveiðiá Vestfjarða, heldur er svæðið allt stórfenglegt og með samhliða afnotum af vötnum á svæðinu getum við boðið okkar félagsmönnum upp á fjölskylduveiðiparadís sem á enga sig líka á sanngjörnu verði.“SVFR hefur einnig heitið því að leggjast á árarnar með bændum og landeigendum í baráttunni gegn laxeldi í opnum sjókvíkum en fyrirætlanir um laxeldi í Ísafjarðardjúpi hafa verið nokkuð til umræðu á undanförnum árum. SVFR leggst alfarið gegn slíkum hugmyndum, enda eru þær mikil ógn við lífríki svæðisins og laxastofna á svæðinu.
Mest lesið Veiði hafinn í Laxá í Dölum Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Litlar líkur á vatnsleysi á komandi sumri? Veiði Hreindýraveiði á Grænlandi? Veiði Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Margir búnir að ná jólarjúpunni Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Gott stórfiskaskot í Kleifarvatni Veiði Fín veiði í Laxá í Kjós Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði