Erlent

45 dæmdir til dauða í Líbíu

Atli Ísleifsson skrifar
Borgarastríð og pólitískur óstöðugleiki hefur ríkt í Líbíu síðustu ár.
Borgarastríð og pólitískur óstöðugleiki hefur ríkt í Líbíu síðustu ár. Vísir/Getty

Dómstóll í Líbíu hefur dæmt 45 manns til dauða fyrir að hafa myrt fjölda fólks í mótmælum í tengslum við uppreisnina gegn fyrrverandi einræðisherra landsins, Múammar Gaddafí, árið 2011.



Dómstóllinn dæmdi einnig 54 til fimm ára fangelsisvistar vegna brota sem framin voru á sama tíma, en 22 voru sýknaðir.



Líbíska dómsmálaráðuneytið greindi frá þessu í dag. Mennirnir sem dæmdir voru til dauða verða teknir af lífi með aftökusveit.



Gaddafí var ráðinn af bana í október 2011 eftir blóðuga uppreisn í landinu. Borgarastríð og pólitískur óstöðugleiki hefur ríkt í landinu síðustu ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×